Adele skellir á Silvíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2015 00:18 Loksins hefur fengist svar við því hver var á hinni línunni árið 2006. Vísir Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015 Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Sjá meira
Það hafa líklega fáir netverjar farið varhluta af þeirri gríðarlegu hylli sem nýjasta lag söngkonunnar Adele, Hello, hefur notið allt frá því að það rataði á vefinn fyrir fimm dögum síðan. Síðan þá hafa rúmlega 115 milljón manns horft á myndband lagsins á Youtube og alla jafna horfa um milljón manns á það á hverri einustu klukkustund. Þegar vinsældirnar eru jafn miklar og raun ber vitni skal engan undra að gamansamir netverjar geri sér mat úr því. Þannig hafa fjölmargar útgáfur af laginu sprottið upp á síðustu dögum þar sem það er dregið sundur og saman í háði. Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendur ærðust á TwitterVísir greindi til að mynda frá því að goðsögnin Lionel Richie hafi svarað söngkonunni á sunnudaginn þegar hann deildi sinni eigin útgáfu af laginu. Þar var búið að klippa saman lag Adele og samnefnt lag hans frá árinu 1984. Útkoman var sprenghlægileg. Ein af alræmdari framlögum Íslands til Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpstöðva er tilraun Silvíu Nætur til að heilla Evrópu með laginu Congratulations árið 2006. Á sviðinu í Aþenu lék Ágústa Eva Erlendsdóttir á als oddi, fór í „gyllta sturtu“ og ögraði Evrópu áður en hún var púuð niður. Einhver langrækinn júróvisjónaðdáandi hefur nú tekið sig til og klippt Silvíu og stöllu hennar Adele saman í eitt myndband þar sem sú síðarnefnda tekur við símtali Silvíu. Myndbandinu var deilt á áhugamannasíðunni Esc Today sem sérhæfir sig í umfjöllun um söngvakeppnina nú undir kvöld. Sjón er sögu ríkari.Silvia Night calls Adele#Hello Adele, you've got a call from Silvía Night! #eurovisionPosted by Esctoday on Wednesday, 28 October 2015
Eurovision Tengdar fréttir Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01 Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13 Richie svarar Adele: "Hello" Hafa bæði gefið út lag sem heitir Hello. 25. október 2015 14:53 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Sjá meira
Hlustaðu á nýja lagið með Adele: Aðdáendurnir ærðust á Twitter Breska söngkonan Adele hefur loksins gefið út nýtt lag og myndband í leiðinni. Lagið ber nafnið Hello og verður á væntanlegri plötu söngkonunnar, 25. 23. október 2015 10:01
Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. 25. október 2015 20:13