Ofvirknilyf til fullorðinna þrefaldast Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 27. október 2015 18:45 Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Vísir/Stefán Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns. Nauðsynlegt sé að gera átak í að meðhöndla sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan menn fóru að greina ADHD - eða ofvirkni með athyglisbrest - hjá fullorðnum, enda lengst af litið á hann sem barnasjúkdóm. En í dag er talið að að minnsta kosti helmingur þeirra sem hafa ADHD sem börn, hafi sjúkdóminn líka á fullorðinsárum. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu fengu ríflega þúsund fullorðnir ávísað methylfenidat lyfjum, á borð við Rítalín og Concerta, árið 2006. Sá fjöldi hefur síðan vaxið hratt og meira en þrefaldast á aðeins níu árum. Viðsnúningurinn verður á árinu 2012 en það ár fá í fyrsta skipti fleiri fullorðnir en börn ávísað ofvirknilyfjum.Haraldur Erlendsson geðlæknir.Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, segir mikinn misskilning ríkja á þessum sjúkdómi. Hann furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum. „Mín skoðun er sú, og það eru náttúrulega margir á sama máli, að þetta sé í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, og sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur. Hann segir ADHD eiga stóran þátt í ýmsu sem verið sé að glíma við í nútímaþjóðfélagi. Vandamálum eins og fíkn, glæpum, námserfiðleikum, fjölskylduvandræðum, slysum og vinnutapi vegna veikinda. Ómeðhöndlað ADHD kosti þjóðfélagið mikið. Haraldur tekur hins vegar fram að mikill mannauður búi í þessum hópi fólks, svo fremi að farið sé í átak til að meðhöndla sjúkdóminn. „Það kostar gríðarlega peninga að koma því af stað en á endanum mun það líklega spara þjóðfélaginu gríðarlega peninga,” segir hann.Nýr heimildaþáttur - Örir Íslendingar - verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:25 í kvöld, þar sem Lóa Pind fylgist með fjórum fullorðnum sem hafa nýlega verið greindir með ADHD. Lyf Örir Íslendingar Tengdar fréttir Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Ríflega þrefalt fleiri fullorðnir fá í dag ávísað ofvirknilyfjum en fyrir tæpum áratug. Geðlæknir segir ADHD eina mestu heilsuógn Vesturlanda og einn dýrasta sjúkdóm mannkyns. Nauðsynlegt sé að gera átak í að meðhöndla sjúkdóminn. Það er ekki langt síðan menn fóru að greina ADHD - eða ofvirkni með athyglisbrest - hjá fullorðnum, enda lengst af litið á hann sem barnasjúkdóm. En í dag er talið að að minnsta kosti helmingur þeirra sem hafa ADHD sem börn, hafi sjúkdóminn líka á fullorðinsárum. Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu fengu ríflega þúsund fullorðnir ávísað methylfenidat lyfjum, á borð við Rítalín og Concerta, árið 2006. Sá fjöldi hefur síðan vaxið hratt og meira en þrefaldast á aðeins níu árum. Viðsnúningurinn verður á árinu 2012 en það ár fá í fyrsta skipti fleiri fullorðnir en börn ávísað ofvirknilyfjum.Haraldur Erlendsson geðlæknir.Haraldur Erlendsson, geðlæknir og forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði, segir mikinn misskilning ríkja á þessum sjúkdómi. Hann furðar sig á því að menn efist enn um að meðhöndla eigi þessi einkenni hjá fullorðnum. „Mín skoðun er sú, og það eru náttúrulega margir á sama máli, að þetta sé í rauninni ein mesta heilsuógn og einn dýrasti sjúkdómur mannkynsins, og sérstaklega á Vesturlöndum,” segir Haraldur. Hann segir ADHD eiga stóran þátt í ýmsu sem verið sé að glíma við í nútímaþjóðfélagi. Vandamálum eins og fíkn, glæpum, námserfiðleikum, fjölskylduvandræðum, slysum og vinnutapi vegna veikinda. Ómeðhöndlað ADHD kosti þjóðfélagið mikið. Haraldur tekur hins vegar fram að mikill mannauður búi í þessum hópi fólks, svo fremi að farið sé í átak til að meðhöndla sjúkdóminn. „Það kostar gríðarlega peninga að koma því af stað en á endanum mun það líklega spara þjóðfélaginu gríðarlega peninga,” segir hann.Nýr heimildaþáttur - Örir Íslendingar - verður á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:25 í kvöld, þar sem Lóa Pind fylgist með fjórum fullorðnum sem hafa nýlega verið greindir með ADHD.
Lyf Örir Íslendingar Tengdar fréttir Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Sjá meira
Sigríður Elva tekur ADHD lyf í fyrsta skipti Hvaða áhrif hefur ofvirknilyfið Concerta á fullorðna manneskju sem er nýlega greind með ADHD? 27. október 2015 15:18