Einhver setti Jar Jar í nýjustu Stjörnustríðsstikluna og útkoman er afleit Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2015 23:30 Gunganinn bregður sér í allra kvikinda líki í stiklunni. Skjáskot Þrátt fyrir að fyrstu þrjár Stjörnustríðsmyndirnar (þ.e. númer I, II og III) hafi verið meingallaðar; samtölin þvinguð, gloppurnar í söguþræðinum margar og Anakin óþolandi – þá hafa allir áhugamenn um sexleikinn sammælst um að Jar Jar Binks sé líklega það versta sem hefur komið fyrir kvikmyndagerð frá upphafi. Þess vegna er ekki nema von að fólk hafi rekið í rogastans þegar það sá að búið var að setja þennan óþolandi Gungana inn í nýjustu stikluna fyrir sjöundu myndina í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens. Eini maðurinn sem ber ekki kala til Binks er líklega leikarinn sem lék hann, Ahmed Best, sem sagði fyrr á þessu ári að hann sæi ekki eftir því að hafa tekið hlutverkið að sér – þrátt fyrir fyrrnefnt óþol Stjörnustríðsáhugamanna. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma.Jar Jar sem Svarhöfði er afleit tilhugsun.Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir næstu Stjörnustríðsmynd, íhugaði að drepa Binks. Best sagði í samtali við Vice að hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða. Þess vegna verður að teljast líklegt að Ahmed Best sé maðurinn á bakvið kvikmyndastiklu sem ferðast nú um netheima á ógnarhraða. Fáir aðrir koma til greina því engum heilvita manni myndi detta í hug að setja þessa óþolandi fígúru inn í kvikmyndastiklu sem fékk hörðustu aðdáendur til að fella gleðitár. Fleiri orð verða ekki höfð um þessa stiklu sem gæti mögulega verið hin fullkomna blanda af aðdáunarverðu og afleitu. Star Wars Tengdar fréttir Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Framleiðendur myndarinnar hafa birt veggspjald Force Awakens sem minnir á gömlu myndirnar. 19. október 2015 14:30 Forsala á Star Wars:The Force Awakens hefst á morgun Það eru tæpir tveir mánuðir í að myndin verði frumsýnd hér á landi. 18. október 2015 19:18 Aðdáendur gráta yfir nýjustu stiklu The Force Awakens Þriðja og nýjasta stikla Star Wars myndarinnar The Force Awakens hefur verið birt. 20. október 2015 08:57 Disney ósátt við klámvæðingu Stjörnustríðs Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer. 20. júlí 2015 14:29 Grínast með veggspjald Star Wars Tveimur dögum eftir að veggspjald nýjustu Star Wars myndarinnar var birt hafa margir grínast með myndina og breytt henni. 20. október 2015 15:00 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þrátt fyrir að fyrstu þrjár Stjörnustríðsmyndirnar (þ.e. númer I, II og III) hafi verið meingallaðar; samtölin þvinguð, gloppurnar í söguþræðinum margar og Anakin óþolandi – þá hafa allir áhugamenn um sexleikinn sammælst um að Jar Jar Binks sé líklega það versta sem hefur komið fyrir kvikmyndagerð frá upphafi. Þess vegna er ekki nema von að fólk hafi rekið í rogastans þegar það sá að búið var að setja þennan óþolandi Gungana inn í nýjustu stikluna fyrir sjöundu myndina í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens. Eini maðurinn sem ber ekki kala til Binks er líklega leikarinn sem lék hann, Ahmed Best, sem sagði fyrr á þessu ári að hann sæi ekki eftir því að hafa tekið hlutverkið að sér – þrátt fyrir fyrrnefnt óþol Stjörnustríðsáhugamanna. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma.Jar Jar sem Svarhöfði er afleit tilhugsun.Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir næstu Stjörnustríðsmynd, íhugaði að drepa Binks. Best sagði í samtali við Vice að hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða. Þess vegna verður að teljast líklegt að Ahmed Best sé maðurinn á bakvið kvikmyndastiklu sem ferðast nú um netheima á ógnarhraða. Fáir aðrir koma til greina því engum heilvita manni myndi detta í hug að setja þessa óþolandi fígúru inn í kvikmyndastiklu sem fékk hörðustu aðdáendur til að fella gleðitár. Fleiri orð verða ekki höfð um þessa stiklu sem gæti mögulega verið hin fullkomna blanda af aðdáunarverðu og afleitu.
Star Wars Tengdar fréttir Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Framleiðendur myndarinnar hafa birt veggspjald Force Awakens sem minnir á gömlu myndirnar. 19. október 2015 14:30 Forsala á Star Wars:The Force Awakens hefst á morgun Það eru tæpir tveir mánuðir í að myndin verði frumsýnd hér á landi. 18. október 2015 19:18 Aðdáendur gráta yfir nýjustu stiklu The Force Awakens Þriðja og nýjasta stikla Star Wars myndarinnar The Force Awakens hefur verið birt. 20. október 2015 08:57 Disney ósátt við klámvæðingu Stjörnustríðs Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer. 20. júlí 2015 14:29 Grínast með veggspjald Star Wars Tveimur dögum eftir að veggspjald nýjustu Star Wars myndarinnar var birt hafa margir grínast með myndina og breytt henni. 20. október 2015 15:00 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Framleiðendur myndarinnar hafa birt veggspjald Force Awakens sem minnir á gömlu myndirnar. 19. október 2015 14:30
Forsala á Star Wars:The Force Awakens hefst á morgun Það eru tæpir tveir mánuðir í að myndin verði frumsýnd hér á landi. 18. október 2015 19:18
Aðdáendur gráta yfir nýjustu stiklu The Force Awakens Þriðja og nýjasta stikla Star Wars myndarinnar The Force Awakens hefur verið birt. 20. október 2015 08:57
Disney ósátt við klámvæðingu Stjörnustríðs Mátturinn virðist ekki vera með grínistanum Amy Schumer. 20. júlí 2015 14:29
Grínast með veggspjald Star Wars Tveimur dögum eftir að veggspjald nýjustu Star Wars myndarinnar var birt hafa margir grínast með myndina og breytt henni. 20. október 2015 15:00
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein