Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 19:34 Hao og Thuy á heimili þeirra VÍSIR/VILHELM Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða. Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Víetnömsku hjón íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins en Fréttablaðið fjallaði um mál þeirra í liðinni viku. Útlendingastofnun sakaði þau Thi Thuy Nguyen og Hao Van Tio um málamyndahjónaband. Útlendingastofnun óskaði eftir lögreglurannsókn á hjónabandi víetnömsku hjónanna en í bréfi stofnunarinnar til lögreglu stóð að upplýsingar hefðu borist frá Landspítala um að konan væri mjög ung og barnaleg og maðurinn hennar óframfærinn. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins var rætt við verjanda hjónanna sem sagði þau vera að íhuga stöðu sína og jafnvel kæmi til greina að kæra lekann af Landspítalanum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Persónuverndar. Thuy er 22 ára gömul og kom hingað til lands sem au pair fyrir fjölskyldu sína í mars árið 2013. Hún eyddi miklum tíma með frænda sínum og besta vin hans sem er Hao Van og fljótlega urðu þau ástfangin. Þau segja það ekki hafa verið ást við fyrstu sýn en eftir að hafa hist nokkrum sinnum urðu þau hrifin, fóru á stefnumót og sambandið þróaðist. Fyrirséð var að dvalarleyfi Thuy sem au pair rynni út í apríl 2014. Þau giftu sig og héldu mikla veislu þann 28. desember 2013. Dóttir þeirra Sandra fæddist svo á Landspítalanum við Hringbraut þann 3. september 2014. Það var svo í desember 2014 sem Útlendingastofnun sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðni um að formleg rannsókn hæfist á því hvort hjúskapurinn væri til málamynda. Í bréfinu segir að myndbandsupptaka úr brúðkaupinu, sem hjónin skiluðu inn til staðfestingar á hjónabandi sínu, sýndi að brúðurin væri leið og virkaði óhamingjusöm. Þessu svarar Thuy á þá leið að hún hafi verið glöð með ráðahaginn en meðgöngukvillar, ógleði og þess háttar, hafi gert henni lífið mjög leitt á brúðkaupsdaginn. Í júní síðastliðnum barst þeim bréf frá Útlendingastofnun þar sem þeim var greint frá því að grunur leiki á að um málamyndahjónaband sé að ræða.
Flóttamenn Tengdar fréttir Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00 Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00 Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“ Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi. 22. október 2015 13:00
Útlendingastofnun sakar nýbakaða foreldra um málamyndahjónaband Lögmaður hjónanna segir ásakanirnar algjöran fyrirslátt. 21. október 2015 07:00
Segir lekann koma frá Landspítala Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina. 22. október 2015 09:00