Fimm þúsund ára listform trendar Guðrún Ansnes skrifar 22. október 2015 08:30 Tinna hefur í nægu að snúast og alltaf nóg að gera. Nýlega sneri hún aftur heim til Íslands, eftir að hafa farðað fyrir þættina Game of Thrones, yfir þriggja þáttaraða tímabil. Vísir/Anton Brink Ég er ekkert að finna upp hjólið eða neitt svoleiðis, enda hægt að rekja listformið aftur um níu þúsund ár, og þetta sem ég geri er í kringum fimm þúsund ára en nú virðist vera eitthvað í gangi, “ segir Tinna Miljevic förðunarfræðingur sem hefur í nægu að snúast um þessar mundir við að mála svokölluð Henna tattú á Íslenskar stelpur, en sannkallað henna æði virðist hafa gripið um sig meðal tískudrósa landsins. Vinsælast er að fá á handarbakið en sífellt fleiri stígi út fyrir þægindarammann og fái sér til dæmis á lærið. Sjálfri finnst mér það virkilega flott, og gaman að sjá þegar fólk prófar eitthvað allt annað en það er vant," útskýrir Tinna.Skreytingin er tiltölulega sársaukalaus og hverfur eftir viku eða tvær.„Ég byrjaði á þessu í kjölfar þess að ég var endalaust spurð um hvert væri hægt að fara til að fá svona, en gat aldrei bent á neinn. Þá er allt eins gott að læra þetta bara og grípa gæsina.“ Undanfarin fjögur ár hefur Tinna því verið að æfa sig, bæði á fjölskyldumeðlimum sem og henni sjálfri. „Ég geri mjög mikið á mig sjálfa. Þetta er sannarlega þolinmæðisverk, en ég er líka dálítið handóð svo þetta hentar mér ágætlega,“ segir hún og skellir uppúr. Aðspurð um hvaðan þetta trend komi, segir Tinna erfitt að beina fingri í eina átt, en telji söngkonuna Rihanna ákveðinn áhrifavald þess að henna virðist vera að trenda af sama krafti og raun beri vitni. Tinna segir margar konur sækja í henna í stað skartgripa þegar fara á eitthvað fínt, svo sem fyrir árshátíðir eða afmæli. Sjálf tengir hún lítið við svoleiðis hugsunarhátt, en hún er iðulega skreytt frá toppi til táar. „Ég hef verið kölluð ársskreytt jólatré, en ég hugsa dæmið þannig að maður eigi ekkert að vera að bíða endalaust eftir rétta tilefninu ef mann langar að skreyta sig, maður veit til dæmis ekkert hvort maður verði lifandi fyrir næstu árshátíð,“ bendir hún réttilega á í lokin og skýtur að, best sé að ná í hana í gegnum fésbókarsíðuna hennar, en þar kennir ýmissa grasa fyrir áhugasama um hverskyns punt. Game of Thrones Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Ég er ekkert að finna upp hjólið eða neitt svoleiðis, enda hægt að rekja listformið aftur um níu þúsund ár, og þetta sem ég geri er í kringum fimm þúsund ára en nú virðist vera eitthvað í gangi, “ segir Tinna Miljevic förðunarfræðingur sem hefur í nægu að snúast um þessar mundir við að mála svokölluð Henna tattú á Íslenskar stelpur, en sannkallað henna æði virðist hafa gripið um sig meðal tískudrósa landsins. Vinsælast er að fá á handarbakið en sífellt fleiri stígi út fyrir þægindarammann og fái sér til dæmis á lærið. Sjálfri finnst mér það virkilega flott, og gaman að sjá þegar fólk prófar eitthvað allt annað en það er vant," útskýrir Tinna.Skreytingin er tiltölulega sársaukalaus og hverfur eftir viku eða tvær.„Ég byrjaði á þessu í kjölfar þess að ég var endalaust spurð um hvert væri hægt að fara til að fá svona, en gat aldrei bent á neinn. Þá er allt eins gott að læra þetta bara og grípa gæsina.“ Undanfarin fjögur ár hefur Tinna því verið að æfa sig, bæði á fjölskyldumeðlimum sem og henni sjálfri. „Ég geri mjög mikið á mig sjálfa. Þetta er sannarlega þolinmæðisverk, en ég er líka dálítið handóð svo þetta hentar mér ágætlega,“ segir hún og skellir uppúr. Aðspurð um hvaðan þetta trend komi, segir Tinna erfitt að beina fingri í eina átt, en telji söngkonuna Rihanna ákveðinn áhrifavald þess að henna virðist vera að trenda af sama krafti og raun beri vitni. Tinna segir margar konur sækja í henna í stað skartgripa þegar fara á eitthvað fínt, svo sem fyrir árshátíðir eða afmæli. Sjálf tengir hún lítið við svoleiðis hugsunarhátt, en hún er iðulega skreytt frá toppi til táar. „Ég hef verið kölluð ársskreytt jólatré, en ég hugsa dæmið þannig að maður eigi ekkert að vera að bíða endalaust eftir rétta tilefninu ef mann langar að skreyta sig, maður veit til dæmis ekkert hvort maður verði lifandi fyrir næstu árshátíð,“ bendir hún réttilega á í lokin og skýtur að, best sé að ná í hana í gegnum fésbókarsíðuna hennar, en þar kennir ýmissa grasa fyrir áhugasama um hverskyns punt.
Game of Thrones Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira