Segir ótækt að fjölga borgarfulltrúum á meðan hagræðing á sér stað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. október 2015 07:00 Tillögu Sjálfstæðismanna var vísað til forsætisnefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira. Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira.
Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira