Stuðningsmenn Dynamo Kiev biðu ekki með opinn faðminn eftir stuðningsmönnum Chelsea.
Liðin mætast í Meistaradeildinni í kvöld og um miðnæturleytið í gær var ráðist á hóp af stuðningsmönnum Chelsea á knæpu í Kænugarði.
Ofbeldismennirnir réðust á hópinn án þess að þeim hafi verið ógnað. Þeir lömdu alla sem voru merktir Chelsea. Líka konur og eldri borgara.
Flestir lágu eftir blóðugir og sárir og að minnsta kosti einn leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi.
Stuðningsmaður Chelsea sagði að árásin hefði klárlega verið skipulögð og beðið hefði verið eftir rétta tækifærinu.
Ráðist á stuðningsmenn Chelsea í Kænugarði
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn