Aukin harka í kappræðunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. október 2015 09:00 Marco Rubio, Donald Trump og Ben Carson í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins á miðvikudagsvöldið. Töluverður hiti var í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld. Aðrir frambjóðendur en Donald Trump eru farnir að láta fleira flakka en áður, að því er virðist til að láta hann ekki einan um að fá athygli fjölmiðla. Þeir beindu spjótum sínum bæði hver að öðrum og líka að fjölmiðlum almennt, og þá ekki síst stjórnendum sjónvarpskappræðnanna sjálfra. „Vilt þú svara sjálfur, eða viltu að ég svari?“ spurði til dæmis Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey. Athyglin beindist mikið að þeim Donald Trump og Ben Carson, sem eiga það sameiginlegt að vera eins konar utangarðsmenn í pólitíkinni. Hvorugur þeirra hefur gegnt þingmennsku eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir Repúblikanaflokkinn, en þeir hafa engu að síður verið efstir í skoðanakönnunum, nokkuð langt á undan hinum langreyndu innanbúðarmönnum. Með glannalegum yfirlýsingum sínum hefur Trump raunar tekist að færa alla umræðuna enn lengra til hægri en venja hefur þó verið til meðal repúblikana í aðdraganda forsetakosninga.Að neðan má sjá brot úr kappræðunum í fyrrakvöld. Undanfarnar vikur hefur Carson síðan tekið til við að gefa út yfirlýsingar, sem sumar hverjar þykja ekki síður glannalegar og að minnsta kosti engu nær miðjunni en yfirlýsingar Trumps. Þannig hefur Carson gert öllum ljóst að hann sé mikið á móti bæði fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Hann fer heldur ekki dult með fordóma sína í garð múslima og hann er eindreginn stuðningsmaður þess að almenningur geti hindrunarlítið gengið með skotvopn. Með þessu hefur Carson tekist að vekja meiri athygli fjölmiðla, að því er virðist með þeim árangri að hægt hefur á sigurgöngu auðkýfingsins Trumps í skoðanakönnunum. Carson er að minnsta kosti tekinn að mælast með meira fylgi en hann í Iowa, eða 29 prósent á móti aðeins 20 prósenta fylgi Trumps. Margir telja að úrslitin í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa, sem verða haldnar í byrjun febrúar, geti skipt sköpum því furðu oft hefur það gerst að sá frambjóðandi sem þar sigrar verði á endanum forsetaefni flokksins. Þegar meðaltal skoðanakannana er skoðað heldur Trump engu að síður forystunni, með 26 prósenta fylgi samkvæmt samantekt á stjórnmálavefsíðunni Realclarpolitics.com, en Carson er með 22 prósent.Skrautlegar yfirlýsingar Bens CarsonUm múslima: „Ég myndi ekki tala fyrir því að við gerðum múslima að forseta þjóðarinnar.“Um skotvopnareglur: „Ég hugsa að líkurnar á því að Hitler næði fram markmiðum sínum hefðu minnkað verulega ef þjóðin hefði verið vopnuð.“Um baráttu sína gegn fóstureyðingum: „Á meðan þrælahald var og hét töldu margir þrælahaldarar að þeir ættu rétt á því að gera hvað sem þeim sýndist við þann þræl. Allt sem þeir vildu. Og ef afnámssinnarnir hefðu sagt: Ég trúi ekki á þrælahald, en þið skulið bara gera það sem þið viljið. Hvar værum við þá?”Um samkynhneigð: „Ansi margir fara í fangelsi og eru þá gagnkynhneigðir en þegar þeir koma út eru þeir orðnir samkynhneigðir. Ég trúi því að stjórnarskráin okkar veiti öllum vernd, án tillits til kynhneigðar eða nokkurs annars. Ég trúi því líka að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu. Þeir ættu ekki að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að sá sem trúir því að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu telji sér ógnað af samkynhneigð. Þetta er ein af þessum goðsögnum sem vinstri menn þröngva upp á samfélagið. Það er svona sem þeir hræða fólk og fá það til að þegja. Um það snýst allt þetta pólitíska rétthugsunartal, og það er að eyðileggja þjóðina.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00 Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Töluverður hiti var í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld. Aðrir frambjóðendur en Donald Trump eru farnir að láta fleira flakka en áður, að því er virðist til að láta hann ekki einan um að fá athygli fjölmiðla. Þeir beindu spjótum sínum bæði hver að öðrum og líka að fjölmiðlum almennt, og þá ekki síst stjórnendum sjónvarpskappræðnanna sjálfra. „Vilt þú svara sjálfur, eða viltu að ég svari?“ spurði til dæmis Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey. Athyglin beindist mikið að þeim Donald Trump og Ben Carson, sem eiga það sameiginlegt að vera eins konar utangarðsmenn í pólitíkinni. Hvorugur þeirra hefur gegnt þingmennsku eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir Repúblikanaflokkinn, en þeir hafa engu að síður verið efstir í skoðanakönnunum, nokkuð langt á undan hinum langreyndu innanbúðarmönnum. Með glannalegum yfirlýsingum sínum hefur Trump raunar tekist að færa alla umræðuna enn lengra til hægri en venja hefur þó verið til meðal repúblikana í aðdraganda forsetakosninga.Að neðan má sjá brot úr kappræðunum í fyrrakvöld. Undanfarnar vikur hefur Carson síðan tekið til við að gefa út yfirlýsingar, sem sumar hverjar þykja ekki síður glannalegar og að minnsta kosti engu nær miðjunni en yfirlýsingar Trumps. Þannig hefur Carson gert öllum ljóst að hann sé mikið á móti bæði fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Hann fer heldur ekki dult með fordóma sína í garð múslima og hann er eindreginn stuðningsmaður þess að almenningur geti hindrunarlítið gengið með skotvopn. Með þessu hefur Carson tekist að vekja meiri athygli fjölmiðla, að því er virðist með þeim árangri að hægt hefur á sigurgöngu auðkýfingsins Trumps í skoðanakönnunum. Carson er að minnsta kosti tekinn að mælast með meira fylgi en hann í Iowa, eða 29 prósent á móti aðeins 20 prósenta fylgi Trumps. Margir telja að úrslitin í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa, sem verða haldnar í byrjun febrúar, geti skipt sköpum því furðu oft hefur það gerst að sá frambjóðandi sem þar sigrar verði á endanum forsetaefni flokksins. Þegar meðaltal skoðanakannana er skoðað heldur Trump engu að síður forystunni, með 26 prósenta fylgi samkvæmt samantekt á stjórnmálavefsíðunni Realclarpolitics.com, en Carson er með 22 prósent.Skrautlegar yfirlýsingar Bens CarsonUm múslima: „Ég myndi ekki tala fyrir því að við gerðum múslima að forseta þjóðarinnar.“Um skotvopnareglur: „Ég hugsa að líkurnar á því að Hitler næði fram markmiðum sínum hefðu minnkað verulega ef þjóðin hefði verið vopnuð.“Um baráttu sína gegn fóstureyðingum: „Á meðan þrælahald var og hét töldu margir þrælahaldarar að þeir ættu rétt á því að gera hvað sem þeim sýndist við þann þræl. Allt sem þeir vildu. Og ef afnámssinnarnir hefðu sagt: Ég trúi ekki á þrælahald, en þið skulið bara gera það sem þið viljið. Hvar værum við þá?”Um samkynhneigð: „Ansi margir fara í fangelsi og eru þá gagnkynhneigðir en þegar þeir koma út eru þeir orðnir samkynhneigðir. Ég trúi því að stjórnarskráin okkar veiti öllum vernd, án tillits til kynhneigðar eða nokkurs annars. Ég trúi því líka að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu. Þeir ættu ekki að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að sá sem trúir því að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu telji sér ógnað af samkynhneigð. Þetta er ein af þessum goðsögnum sem vinstri menn þröngva upp á samfélagið. Það er svona sem þeir hræða fólk og fá það til að þegja. Um það snýst allt þetta pólitíska rétthugsunartal, og það er að eyðileggja þjóðina.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00 Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33
Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45
Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00
Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59