Voru á vergangi í Grikklandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Wael Aliyadah og Feryal Aldahash ásamt dætrum sínum Jönu og Joulu. Þau fá ekki landvistarleyfi hér. Fréttablaðið/Ernir Wael Aliyadah og Feryal Aldahash leggja hart að sér í íslenskunámi. „Fáðu þér að borða,“ segir Feryal á íslensku og leggur disk með niðurskornum ávöxtum á stofuborðið. „Ég þarf að gera erfitt heimaverkefni í kvöld,“ bætir hún við og flettir í verkefnabók í íslensku. Hún veltir fyrir sér endingu íslenskra orða eftir því hvort kynið er ávarpað. „Ertu gift?“ Les hún upp úr bókinni. „Ertu giftur?“ „Þetta er allt að koma,“ segir hún og kímir. „Epli,“ segir Jana dóttir hennar stolt og bendir á diskinn. Fjölskyldan dvaldi meira en eitt ár í Grikklandi fyrir komuna hingað. „Við vorum búin að missa traust á yfirvöldum við komuna,“ segir Wael en í Grikklandi var honum og Feryal hótað fangelsi. „Þess vegna sótti ég um hæli. Ég ætlaði ekki að gera það en ég þorði ekki annað. Lögreglan sagði mér að ég myndi fara í fangelsi og eiginkona mín líka. Dætur mínar, þær hefðu verið sendar eitthvað annað. Það voru tekin af mér fingraför og ég fékk eitthvert plagg sem ég skildi ekki almennilega.“ Þau voru á vergangi í Grikklandi stóran hluta dvalarinnar þar. „Við gistum oft í görðum og skiptumst á að vaka yfir stelpunum. Við vorum dauðhrædd um að þeim yrði rænt,“ segir Wael. „Við gistum einu sinni í garði fyrir aftan kirkju og báðum oft um mat. Ég fékk stundum mat en ekki nóg til að fæða alla fjölskylduna.“ Þegar Jana og Joula veiktust af vosbúðinni segjast þau hafa áttað sig á að fjölskyldan gæti ekki þrifist þar. „Við vissum að stelpurnar þyrftu sýklalyf og læknisaðstoð og leituðum á sjúkrahús. Við áttum enga peninga og var því vísað frá. Þá tók við erfið atburðarás en að lokum eftir ótal fyrirspurnir fengum við aðstoð frá góðviljuðu fólki sem greiddi læknisaðstoð og húsaskjól.“ Fjölskyldan fékk þak yfir höfuðið en var enn ein á báti. Enginn möguleiki var á skólavist fyrir stelpurnar, fæði eða klæðum. Wael leitaði á náðir ættingja sinna sem enn voru í Sýrlandi. „Ég vildi bjarga dætrum mínum. Bróðir minn lánaði mér fyrir ferðinni til Íslands og hingað komum við fyrir fjórum mánuðum. Við lentum um miðja nótt um helgi. Við fórum strax á veitingastaðinn Ali Baba og báðum eigendur þar um aðstoð. Þeir voru þeir einu sem við vissum að væru hér. Það var bjart úti þótt það væri nótt og Íslendingar að skemmta sér. Þeir hjálpuðu okkur þessa nótt.“ Þau sóttu um hæli en umsókninni var hafnað. Hún var ekki tekin fyrir vegna þess að fjölskyldan var komin með hæli í Grikklandi. „Hvað hefðir þú gert í sömu aðstæðum? Ég spurði að þessu á Útlendingastofnun en það var lítið um svör. Ég var nauðbeygður, ef ég hefði ekki sótt um hæli þá hætti ég á að missa dætur mínar frá mér.“ Flóttamenn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Wael Aliyadah og Feryal Aldahash leggja hart að sér í íslenskunámi. „Fáðu þér að borða,“ segir Feryal á íslensku og leggur disk með niðurskornum ávöxtum á stofuborðið. „Ég þarf að gera erfitt heimaverkefni í kvöld,“ bætir hún við og flettir í verkefnabók í íslensku. Hún veltir fyrir sér endingu íslenskra orða eftir því hvort kynið er ávarpað. „Ertu gift?“ Les hún upp úr bókinni. „Ertu giftur?“ „Þetta er allt að koma,“ segir hún og kímir. „Epli,“ segir Jana dóttir hennar stolt og bendir á diskinn. Fjölskyldan dvaldi meira en eitt ár í Grikklandi fyrir komuna hingað. „Við vorum búin að missa traust á yfirvöldum við komuna,“ segir Wael en í Grikklandi var honum og Feryal hótað fangelsi. „Þess vegna sótti ég um hæli. Ég ætlaði ekki að gera það en ég þorði ekki annað. Lögreglan sagði mér að ég myndi fara í fangelsi og eiginkona mín líka. Dætur mínar, þær hefðu verið sendar eitthvað annað. Það voru tekin af mér fingraför og ég fékk eitthvert plagg sem ég skildi ekki almennilega.“ Þau voru á vergangi í Grikklandi stóran hluta dvalarinnar þar. „Við gistum oft í görðum og skiptumst á að vaka yfir stelpunum. Við vorum dauðhrædd um að þeim yrði rænt,“ segir Wael. „Við gistum einu sinni í garði fyrir aftan kirkju og báðum oft um mat. Ég fékk stundum mat en ekki nóg til að fæða alla fjölskylduna.“ Þegar Jana og Joula veiktust af vosbúðinni segjast þau hafa áttað sig á að fjölskyldan gæti ekki þrifist þar. „Við vissum að stelpurnar þyrftu sýklalyf og læknisaðstoð og leituðum á sjúkrahús. Við áttum enga peninga og var því vísað frá. Þá tók við erfið atburðarás en að lokum eftir ótal fyrirspurnir fengum við aðstoð frá góðviljuðu fólki sem greiddi læknisaðstoð og húsaskjól.“ Fjölskyldan fékk þak yfir höfuðið en var enn ein á báti. Enginn möguleiki var á skólavist fyrir stelpurnar, fæði eða klæðum. Wael leitaði á náðir ættingja sinna sem enn voru í Sýrlandi. „Ég vildi bjarga dætrum mínum. Bróðir minn lánaði mér fyrir ferðinni til Íslands og hingað komum við fyrir fjórum mánuðum. Við lentum um miðja nótt um helgi. Við fórum strax á veitingastaðinn Ali Baba og báðum eigendur þar um aðstoð. Þeir voru þeir einu sem við vissum að væru hér. Það var bjart úti þótt það væri nótt og Íslendingar að skemmta sér. Þeir hjálpuðu okkur þessa nótt.“ Þau sóttu um hæli en umsókninni var hafnað. Hún var ekki tekin fyrir vegna þess að fjölskyldan var komin með hæli í Grikklandi. „Hvað hefðir þú gert í sömu aðstæðum? Ég spurði að þessu á Útlendingastofnun en það var lítið um svör. Ég var nauðbeygður, ef ég hefði ekki sótt um hæli þá hætti ég á að missa dætur mínar frá mér.“
Flóttamenn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira