Hælisleitandi frá Súdan óttast að verða sendur til Ítalíu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.” Flóttamenn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hælisleitandi frá Súdan sem á að senda aftur til Ítalíu fær ekki gjafsóknarleyfi til að áfrýja ákvörðun Útlendingastofnunar til dómstóla. Hann hefur dvalið á geðdeild undanfarið vegna þunglyndis og segist fyrirfara sér ef hann verði sendur til baka. Enn er ekki vitað hvort brottvísunum til Ítalíu og Grikklands verði framfylgt þrátt fyrir ástandið þar.Breytt stefna í máli hælisleitendaÞetta ekki eina málið þar sem hælisleitendum er synjað um gjafsókn. Innanríkisráðuneytið virðist hafa breytt stefnu sinni í málinu án þess að kynna þá ákvörðun formlega. Katrín Oddsdóttir lögmaður segir alvarlegt að meina viðkvæmum minnihlutahópi að sækja rétt sinn. Þessi hópur eigi enga möguleika á að sækja mál fyrir íslenskum dómstólum að öðrum kosti.Á flótta frá barnsaldriEinn þeirra sem fær ekki að áfrýja máli sínu er Iz Eidin Mouhammed, ungur strákur, frá Darfúr í Súdan sem er skjólstæðingur Katrínar. Hann hefur verið á flótta frá barnsaldri. Fyrst dvaldi hann í Lýbíu eða þar til hann neyddist til að flýja þaðan vegna borgarastríðs til Ítalíu. Þar svaf hann á götunni ásamt fleiri heimilislausum flóttamönnum. Vinur hans Aliaguat Suliman sem er einnig frá Darfúr-héraði segir að hann sé mjög veikur og hafi farið í hungurverkfall eftir að ákvörðun Útlendingastofnunar lá fyrir.Engin framtíð í ÍtalíuIz Eidin hefur þurft að vera á geðdeild vegna alvarlegs þunglyndis og segist ætla að fyrirfara sér ,ef hann verður sendur aftur til Ítalíu. Aliaguat óttast að hann geri alvöru úr hótun sinni enda eigi hann enga framtíð í Ítalíu. Það sé í raun jafn slæmt fyrir hann að fara þangað og að vera sendur aftur til Súdan. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir fyrir nokkrum mánuðum að ekki væri óhætt að senda hælisleitendur til Grikklands og Ítalíu vegna ástandsins þar. Síðan þá hafa komið nokkrir úrskurðir um að senda eigi hælisleitendur til baka en óljóst er hvort þeim verður framfylgt, þar sem málið er í skoðun. Katrín Oddssdóttur segir að það sé einkennileg biðstaða í gangi og ekki sé vitað hversu lengi vari. „Það er einhver lögfræðilegur ómöguleiki í gangi. Það má ekki visa honum til Ítalíu í bili, hann er alltof veikur til að þola flutning samkvæmt áliti lækna. Það veit enginn hvað gerist í lífi hans og við megum ekki bera málið undir dómstóla.”
Flóttamenn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira