Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Jana og Joula glaðar í bragði á Drafnarsteini. vísir/vilhelm „Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
„Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira