Real Madrid komið áfram eftir sigur á PSG | Sjáið sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2015 21:45 Nacho fagnar marki sínu. Vísir/EPA Real Madrid tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á franska liðinu Paris Saint-Germain á Santiago Bernabeu í kvöld. Real Madrid hefur sjö stigum meira en Shakhtar Donetsk sem er í þriðja sæti riðilsins en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Sigurinn þýðir einnig að Real Madrid þarf bara þrjú stig í viðbót til þess að tryggja sér sigurinn í riðlinum því spænska liðið verður alltaf ofar en PSG á innbyrðisviðureignum verði liðin jöfn að stigum. Eina mark leiksins var að slysalegri gerðinni og leikmenn Paris Saint-Germain fengu svo sannarlega tækifæri til þess að tryggja sér sigur í kvöld. Parísarmenn fengu fyrstu tvö alvöru færi leiksins og komu þau með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Keylor Navas varði fyrst frá Blaise Matuidi eftir að Serge Aurier hafði farið illa með Marcelo og mínútu síðar átti Zlatan Ibrahimovic gott skot sem fór frétt framhjá markinu. Zlatan Ibrahimovic var aftur nálægt því að skora á 30. mínútu þegar aukaspyrna hans af 30 metra færi fór rétt framhjá nærstönginni. Það voru hinsvegar heimamenn í Real Madrid sem skoruðu og þar var að verki varamaðurinn Nacho á 35. mínútu en hann hafði komið inná fyrir Marcelo aðeins tveimur mínútum áður. Toni Kroos átti þá skot í varnarmann og Nacho nýtti sér ótrúlega skógarferð hjá Kevin Trapp, markverði Paris Saint-Germain. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Adrien Rabiot skot í stöngina og Édinson Cavani fékk síðan tvö frábær færi á lokamínútum hálfleiksins án þess að ná að skora. Isco bar nálægt því að skora í tvígang í seinni hálfleiknum en Kevin Trapp varði vel frá honum í bæði skiptin. Real Madrid hélt aftur af gestunum í seinni og vann gríðarlega mikilvægan sigur.Nacho skorar fyrir Real á móti PSG Meistaradeild Evrópu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira
Real Madrid tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 heimasigur á franska liðinu Paris Saint-Germain á Santiago Bernabeu í kvöld. Real Madrid hefur sjö stigum meira en Shakhtar Donetsk sem er í þriðja sæti riðilsins en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Sigurinn þýðir einnig að Real Madrid þarf bara þrjú stig í viðbót til þess að tryggja sér sigurinn í riðlinum því spænska liðið verður alltaf ofar en PSG á innbyrðisviðureignum verði liðin jöfn að stigum. Eina mark leiksins var að slysalegri gerðinni og leikmenn Paris Saint-Germain fengu svo sannarlega tækifæri til þess að tryggja sér sigur í kvöld. Parísarmenn fengu fyrstu tvö alvöru færi leiksins og komu þau með mínútu millibili um miðjan fyrri hálfleikinn. Keylor Navas varði fyrst frá Blaise Matuidi eftir að Serge Aurier hafði farið illa með Marcelo og mínútu síðar átti Zlatan Ibrahimovic gott skot sem fór frétt framhjá markinu. Zlatan Ibrahimovic var aftur nálægt því að skora á 30. mínútu þegar aukaspyrna hans af 30 metra færi fór rétt framhjá nærstönginni. Það voru hinsvegar heimamenn í Real Madrid sem skoruðu og þar var að verki varamaðurinn Nacho á 35. mínútu en hann hafði komið inná fyrir Marcelo aðeins tveimur mínútum áður. Toni Kroos átti þá skot í varnarmann og Nacho nýtti sér ótrúlega skógarferð hjá Kevin Trapp, markverði Paris Saint-Germain. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Adrien Rabiot skot í stöngina og Édinson Cavani fékk síðan tvö frábær færi á lokamínútum hálfleiksins án þess að ná að skora. Isco bar nálægt því að skora í tvígang í seinni hálfleiknum en Kevin Trapp varði vel frá honum í bæði skiptin. Real Madrid hélt aftur af gestunum í seinni og vann gríðarlega mikilvægan sigur.Nacho skorar fyrir Real á móti PSG
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Dagskráin í dag: Víkingar og aðrir Íslendingar í Evrópu, Rauðu djöflarnir og NFL Sport Haukar voru betri í dag Körfubolti Fleiri fréttir Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Sjá meira