Sé fyrir mér að ég verði heimsmeistari á næsta ári Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2015 09:45 Gunnar afgreiðir Brandon Thatch síðasta sumar. vísir/getty Gunnar Nelson æfir þessa dagana í Dublin fyrir bardaga sinn í Las Vegas í desember. Hann og félagi hans, Conor McGregor, eru búnir að stilla klukkuna sína á Las Vegas tíma þó svo þeir séu enn í Evrópu. Þar af leiðandi sofa þar fram yfir hádegi og fara að sofa um þrjú til fjögur á nóttunni. Tímamismunurinn verður því lítið vandamál er þeir fara að æfa í Bandaríkjunum. „Æfingar hafa gengið frábærlega og ég hef aldrei verið eins einbeittur," segir Gunnar í samtali við ástralska útvarpsstöð. Gunnar mun mæta Brassanum Demian Maia í Vegas í desember. Upprunalega áætlunin var að þeir myndu berjast í Dublin í október en slæm sýking í fæti Maia varð þess valdandi að þeir berjast ekki fyrr en í desember.vísir/getty„Það hefði verið frábær aðalbardagi í Dublin en svona er leikurinn okkar. Hlutir breytast og ég er vanur því að andstæðingum mínum sé skipt út og ég er því ekki enn viss um að ég berjist við Maia," sagði Gunnar og það réttilega þar sem nánast aldrei verður af því að hann berjist við þann sem hann átti upprunalega að berjast við. „Ég er mjög spenntur fyrir því að keppa við Maia enda hef ég verið aðdáandi hans lengi. Ég veit að fólk vill sjá þennan bardaga og sérstaklega áhugamenn um glímu," segir Gunnar en hann mun nú í fyrsta skipti mæta manni sem vill fara í gólfið með honum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í brasilísku jui jitsu. „Það sem ég mun helst hafa fram yfir hann er hraði. Maia er frábær glímumaður og ég mun glíma við hann. Minn stíll er að bregðast við aðstæðum og ég hef því enga áætlun þannig séð. Ég sé þó fyrir mér ákveðnar aðstæður sem ég tel að munu koma upp í bardaganum," segir Gunnar og hann sér fyrir sér draumaútkomu úr bardaganum. „Ég sé fyrir mér að ég geti hengt Maia í þessum bardaga. Ég fer ekkert leynt með að ég hef horft til þess að vinna heimsmeistaratitilinn en ég veit að það mun taka tíma og ég vil njóta ferðarinnar. Ég trúi því að ég verði orðinn heimsmeistari á næsta ári." Hlusta má á viðtalið við Gunnar hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Bardagamenn innan UFC taldir fá aðeins 16 prósent af tekjum sambandsins sem er það minnsta í Bandaríkjunum. 23. október 2015 09:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Gunnar Nelson æfir þessa dagana í Dublin fyrir bardaga sinn í Las Vegas í desember. Hann og félagi hans, Conor McGregor, eru búnir að stilla klukkuna sína á Las Vegas tíma þó svo þeir séu enn í Evrópu. Þar af leiðandi sofa þar fram yfir hádegi og fara að sofa um þrjú til fjögur á nóttunni. Tímamismunurinn verður því lítið vandamál er þeir fara að æfa í Bandaríkjunum. „Æfingar hafa gengið frábærlega og ég hef aldrei verið eins einbeittur," segir Gunnar í samtali við ástralska útvarpsstöð. Gunnar mun mæta Brassanum Demian Maia í Vegas í desember. Upprunalega áætlunin var að þeir myndu berjast í Dublin í október en slæm sýking í fæti Maia varð þess valdandi að þeir berjast ekki fyrr en í desember.vísir/getty„Það hefði verið frábær aðalbardagi í Dublin en svona er leikurinn okkar. Hlutir breytast og ég er vanur því að andstæðingum mínum sé skipt út og ég er því ekki enn viss um að ég berjist við Maia," sagði Gunnar og það réttilega þar sem nánast aldrei verður af því að hann berjist við þann sem hann átti upprunalega að berjast við. „Ég er mjög spenntur fyrir því að keppa við Maia enda hef ég verið aðdáandi hans lengi. Ég veit að fólk vill sjá þennan bardaga og sérstaklega áhugamenn um glímu," segir Gunnar en hann mun nú í fyrsta skipti mæta manni sem vill fara í gólfið með honum. Maia er fimmfaldur heimsmeistari í brasilísku jui jitsu. „Það sem ég mun helst hafa fram yfir hann er hraði. Maia er frábær glímumaður og ég mun glíma við hann. Minn stíll er að bregðast við aðstæðum og ég hef því enga áætlun þannig séð. Ég sé þó fyrir mér ákveðnar aðstæður sem ég tel að munu koma upp í bardaganum," segir Gunnar og hann sér fyrir sér draumaútkomu úr bardaganum. „Ég sé fyrir mér að ég geti hengt Maia í þessum bardaga. Ég fer ekkert leynt með að ég hef horft til þess að vinna heimsmeistaratitilinn en ég veit að það mun taka tíma og ég vil njóta ferðarinnar. Ég trúi því að ég verði orðinn heimsmeistari á næsta ári." Hlusta má á viðtalið við Gunnar hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45 Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30 Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Bardagamenn innan UFC taldir fá aðeins 16 prósent af tekjum sambandsins sem er það minnsta í Bandaríkjunum. 23. október 2015 09:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Gunnar og Conor æfa saman í Dublin Undirbúningur Gunnars Nelson og Conor McGregor fyrir UFC 194 er farinn á fullt. 14. október 2015 13:45
Gunnar Nelson: Hann hélt mér niðri og kitlaði mig Þjálfari bardagakappans varð rauður í framan þegar Gunnar sagði frá fyrstu glímu þeirra á Íslandi. 21. október 2015 08:30
Eru Gunnar Nelson og kollegar hans bara að fá smá sneið af UFC-kökunni? Bardagamenn innan UFC taldir fá aðeins 16 prósent af tekjum sambandsins sem er það minnsta í Bandaríkjunum. 23. október 2015 09:45