Bíða í rúma tíu tíma eftir miða á Star Wars-mynd í nístingskulda Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 15:33 Röðin fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni í dag. Vísir/Anton Elskar þú Stjörnustríðsmyndirnar nógu mikið til að bíða í rúmar tíu klukkustundir í röð í nístingskulda eftir miðum á sérsýningu nýjustu myndarinnar? Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson gera það en þeir mættu klukkan níu í morgun fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni til vera vissir um að tryggja sér miða á sérsýningu verslunarinnar á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: TheForceAwakens, í næsta mánuði.Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson.Vísir/AntonMiðasala í númeruð sæti hefst í Nexus klukkan hálf átta í kvöld á sýningu sem verður haldin í tveimur sölum í Egilshöll 17. desember næstkomandi. Um er að ræða sýningar án hléa, þar sem myndin verður sýnd í þrívídd í sal 1 en tvívídd í sal tvö, og verður Star Wars-búningakeppni á undan með veglegum verðlaunum.Sá sem er þriðji í röðinni lét lítið á sér bera þegar Vísir kíkti í heimsókn. Vísir/AntonAðstæður til að bíða svona í röð utandyra, eins og þeir Sigfús og Ragnar hafa gert, eru kannski ekki með besta móti í dag. Þó veðrið sé fallegt hefur verið frekar kalt í Reykjavík. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur meðalhitastigið í dag verið í kringum -3,3 gráður. Samkvæmt spánni mun kólna fremur þegar kvöld tekur, gangi spáin eftir verður frostið komið niður í mínus 5 gráður um klukkan sjö í kvöld. „Við erum bara búnir að reyna að finna leiðir til að halda á okkur hita í eiginlega allan dag,“ sagði Sigfús þegar Vísir kíkti á stemninguna í röðinni. Félagarnir hafa haft þann háttinn á að passa upp á plássið á meðan annar þeirra fer inn í Nexus-verslunina til að ylja sér. Þeir voru vel nestaðir fyrir átök dagsins og höfðu með sér lítið taflborð til að drepa tímann. „Við gefumst ekkert upp á þessu, bara nokkrir tíma eftir,“ sagði Ragnar þegar fimm tímar voru í að miðasalan myndi hefjast. Star Wars Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Elskar þú Stjörnustríðsmyndirnar nógu mikið til að bíða í rúmar tíu klukkustundir í röð í nístingskulda eftir miðum á sérsýningu nýjustu myndarinnar? Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson gera það en þeir mættu klukkan níu í morgun fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni til vera vissir um að tryggja sér miða á sérsýningu verslunarinnar á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: TheForceAwakens, í næsta mánuði.Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson.Vísir/AntonMiðasala í númeruð sæti hefst í Nexus klukkan hálf átta í kvöld á sýningu sem verður haldin í tveimur sölum í Egilshöll 17. desember næstkomandi. Um er að ræða sýningar án hléa, þar sem myndin verður sýnd í þrívídd í sal 1 en tvívídd í sal tvö, og verður Star Wars-búningakeppni á undan með veglegum verðlaunum.Sá sem er þriðji í röðinni lét lítið á sér bera þegar Vísir kíkti í heimsókn. Vísir/AntonAðstæður til að bíða svona í röð utandyra, eins og þeir Sigfús og Ragnar hafa gert, eru kannski ekki með besta móti í dag. Þó veðrið sé fallegt hefur verið frekar kalt í Reykjavík. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur meðalhitastigið í dag verið í kringum -3,3 gráður. Samkvæmt spánni mun kólna fremur þegar kvöld tekur, gangi spáin eftir verður frostið komið niður í mínus 5 gráður um klukkan sjö í kvöld. „Við erum bara búnir að reyna að finna leiðir til að halda á okkur hita í eiginlega allan dag,“ sagði Sigfús þegar Vísir kíkti á stemninguna í röðinni. Félagarnir hafa haft þann háttinn á að passa upp á plássið á meðan annar þeirra fer inn í Nexus-verslunina til að ylja sér. Þeir voru vel nestaðir fyrir átök dagsins og höfðu með sér lítið taflborð til að drepa tímann. „Við gefumst ekkert upp á þessu, bara nokkrir tíma eftir,“ sagði Ragnar þegar fimm tímar voru í að miðasalan myndi hefjast.
Star Wars Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Enginn Óskar til Íslands 2026 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira