Fiskur og franskar með tartarsósu 20. nóvember 2015 12:00 Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Fiskur og franskar með tartarsósu Ýsa í bjórdeigi 800 g ýsa 100 g gróft salt 200 g hveiti 4 g paprikuduft 4 g laukduft (blanda saman Öllum þurrefnum) 2 stk. sítróna Stráið helmingnum af saltinu á bakka og leggið ýsuna ofan á það. Takið hinn helminginn af saltinu og dreifið yfir ýsuna. Látið saltið standa í 20 mín. Skolið saltið af ýsunni undir köldu vatni og þerrið hana með eldhúsbréfi. Skerið ýsuna í ca 30 gr steikur þvert á flakið. Veltið ýsunni upp úr hveiti og setjið hana svo í bjórdeigið og steikið í ca. 3 mín eða þar til hún er orðin gyllt og falleg á litinn. Setjið á grind og látið olíuna leka af henni. Berið fiskinn fram með sítrónubát.Bjórdeig550 g bjór50 g vodka400 g hveiti10 g salt10 g matarsódi Sigtið öll þurrefnin saman í skál og blandið svo bjórnum og vodkanum smá saman út í og hrærið í á meðan.Heimagerðar franskar6 stk. bökunarkartöflur4 lítrar af olíu til djúpsteikingarsjávarsaltsvartur pipar Skerið kartöflurnar í stórar franskar og setjið í sjóðandi vatn og sjóðið þar til þær eru alveg að verða soðnar í gegn. Setjið franskarnar á grind með bakka undir og inn í ísskáp. Látið kólna þar í 30 mín. Þetta er gert til að franskanar myndi húð að utan svo að þær verði stökkari. Takið franskarnar út úr ísskápnum og setjið í 130 gráðu heita olíu og steikið þær þar í 8 mín. Setjið þær aftur á grind og látið olíuna leka af þeim. Setjið franskarnar því næst inn í frysti og frystið þær. Takið franskarnar út úr frystinum og látið standa út í ca 5 mín og setjið þær svo í 180 gráðu heita olíuna og steikið í ca 5 mín. Kryddið með saltinu og piparnum.Tartarsósa með dilli250 g majónes50 g súrar smá gúrkur (smátt skornar)40 g kapers1 msk. skallotlaukur (fínt skorinn)½ sítrónaSjávarsaltSvartur pipar2 msk. gróft skorið dill Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman, Smakkið sósuna til með sítrónusafa og salti og pipar. Eyþór Rúnarsson Sjávarréttir Sósur Uppskriftir Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir á Stöð 2 fram að jólum. Fiskur og franskar með tartarsósu Ýsa í bjórdeigi 800 g ýsa 100 g gróft salt 200 g hveiti 4 g paprikuduft 4 g laukduft (blanda saman Öllum þurrefnum) 2 stk. sítróna Stráið helmingnum af saltinu á bakka og leggið ýsuna ofan á það. Takið hinn helminginn af saltinu og dreifið yfir ýsuna. Látið saltið standa í 20 mín. Skolið saltið af ýsunni undir köldu vatni og þerrið hana með eldhúsbréfi. Skerið ýsuna í ca 30 gr steikur þvert á flakið. Veltið ýsunni upp úr hveiti og setjið hana svo í bjórdeigið og steikið í ca. 3 mín eða þar til hún er orðin gyllt og falleg á litinn. Setjið á grind og látið olíuna leka af henni. Berið fiskinn fram með sítrónubát.Bjórdeig550 g bjór50 g vodka400 g hveiti10 g salt10 g matarsódi Sigtið öll þurrefnin saman í skál og blandið svo bjórnum og vodkanum smá saman út í og hrærið í á meðan.Heimagerðar franskar6 stk. bökunarkartöflur4 lítrar af olíu til djúpsteikingarsjávarsaltsvartur pipar Skerið kartöflurnar í stórar franskar og setjið í sjóðandi vatn og sjóðið þar til þær eru alveg að verða soðnar í gegn. Setjið franskarnar á grind með bakka undir og inn í ísskáp. Látið kólna þar í 30 mín. Þetta er gert til að franskanar myndi húð að utan svo að þær verði stökkari. Takið franskarnar út úr ísskápnum og setjið í 130 gráðu heita olíu og steikið þær þar í 8 mín. Setjið þær aftur á grind og látið olíuna leka af þeim. Setjið franskarnar því næst inn í frysti og frystið þær. Takið franskarnar út úr frystinum og látið standa út í ca 5 mín og setjið þær svo í 180 gráðu heita olíuna og steikið í ca 5 mín. Kryddið með saltinu og piparnum.Tartarsósa með dilli250 g majónes50 g súrar smá gúrkur (smátt skornar)40 g kapers1 msk. skallotlaukur (fínt skorinn)½ sítrónaSjávarsaltSvartur pipar2 msk. gróft skorið dill Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman, Smakkið sósuna til með sítrónusafa og salti og pipar.
Eyþór Rúnarsson Sjávarréttir Sósur Uppskriftir Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira