Höfuðpaursins ákaft leitað í Frakklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Lögregla á leitarstað í miðborg Saint Denis nærri París í gær. vísir/EPA Franska lögreglan gerði snemma í gærmorgun áhlaup á íbúð í norðanverðri París, þar sem talið var að belgíski hryðjuverkamaðurinn Abdelhamid Abaaoud hefði dvalist. Sjö manns voru handteknir í áhlaupinu, einn féll fyrir byssuskotum og handsprengju frá lögreglunni og ein kona, sem var gyrt sprengjubelti, sprengdi sjálfa sig í loft upp. Hún er talin hafa verið frænka Abaaouds. Þá var þriðji maðurinn einnig sagður hafa fallið í áhlaupinu. Abaaoud er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin í París síðastliðið föstudagskvöld, sem kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Ekki var þó ljóst í gær hvort Abaaoud var staddur í íbúðinni þegar árásin var gerð en franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því að hann hefði ekki verið meðal hinna handteknu. Molins sagði að þó ætti eftir að bera kennsl á lík þeirra sem létust í áhlaupinu og gæti Abaaoud verið á meðal þeirra. Þrír hinna handteknu náðust inni í íbúðinni, tveir í næsta nágrenni og tvö að auki voru í felum í sprengjurústum. Meðal hinna handteknu er eigandi íbúðarinnar. Reuters-fréttastofan fullyrti, og hafði eftir manni sem þekkir til rannsóknar lögreglunnar, að fólkið í íbúðinni hefði verið að skipuleggja ný hryðjuverk í viðskiptahverfinu La Défense í vestanverðri París. Franska lögreglan hefur gert hundruð áhlaupa víðs vegar í Frakklandi í leit sinni að Abaaoud og félaga hans, Salah Abdeslam, sem tókst að komast undan eftir að hafa tekið þátt í árásunum í París á föstudag. Mikill viðbúnaður er víða í löndum Evrópu vegna hryðjuverkahættu og yfirvöld eru fljót að bregðast við hættumerkjum. Þá var Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn rýmdur í gær eftir að heyrðist til tveggja manna ræða um að þeir væru með sprengjur í fórum sínum en í ljós kom að um dýrkeypt spaug var að ræða. Í fyrrakvöld var einnig hætt við íþróttaleik í Hannover í Þýskalandi, þegar grunsamleg taska fannst í nágrenni leikvallarins. Vellinum var lokað meðan verið var að leita af sér allan grun. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Franska lögreglan gerði snemma í gærmorgun áhlaup á íbúð í norðanverðri París, þar sem talið var að belgíski hryðjuverkamaðurinn Abdelhamid Abaaoud hefði dvalist. Sjö manns voru handteknir í áhlaupinu, einn féll fyrir byssuskotum og handsprengju frá lögreglunni og ein kona, sem var gyrt sprengjubelti, sprengdi sjálfa sig í loft upp. Hún er talin hafa verið frænka Abaaouds. Þá var þriðji maðurinn einnig sagður hafa fallið í áhlaupinu. Abaaoud er talinn hafa verið höfuðpaurinn á bak við hryðjuverkin í París síðastliðið föstudagskvöld, sem kostuðu að minnsta kosti 129 manns lífið. Ekki var þó ljóst í gær hvort Abaaoud var staddur í íbúðinni þegar árásin var gerð en franski saksóknarinn Francois Molins greindi frá því að hann hefði ekki verið meðal hinna handteknu. Molins sagði að þó ætti eftir að bera kennsl á lík þeirra sem létust í áhlaupinu og gæti Abaaoud verið á meðal þeirra. Þrír hinna handteknu náðust inni í íbúðinni, tveir í næsta nágrenni og tvö að auki voru í felum í sprengjurústum. Meðal hinna handteknu er eigandi íbúðarinnar. Reuters-fréttastofan fullyrti, og hafði eftir manni sem þekkir til rannsóknar lögreglunnar, að fólkið í íbúðinni hefði verið að skipuleggja ný hryðjuverk í viðskiptahverfinu La Défense í vestanverðri París. Franska lögreglan hefur gert hundruð áhlaupa víðs vegar í Frakklandi í leit sinni að Abaaoud og félaga hans, Salah Abdeslam, sem tókst að komast undan eftir að hafa tekið þátt í árásunum í París á föstudag. Mikill viðbúnaður er víða í löndum Evrópu vegna hryðjuverkahættu og yfirvöld eru fljót að bregðast við hættumerkjum. Þá var Kastrupflugvöllur í Kaupmannahöfn rýmdur í gær eftir að heyrðist til tveggja manna ræða um að þeir væru með sprengjur í fórum sínum en í ljós kom að um dýrkeypt spaug var að ræða. Í fyrrakvöld var einnig hætt við íþróttaleik í Hannover í Þýskalandi, þegar grunsamleg taska fannst í nágrenni leikvallarins. Vellinum var lokað meðan verið var að leita af sér allan grun.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir. 18. nóvember 2015 06:28