Repúblikanar vilja stöðva flutninga flóttamanna til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2015 16:41 Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins. Vísir/EPA Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, fór í dag fram á að flutningar flóttamanna til Bandaríkjanna yrðu stöðvaðir vegna árásanna í París. Hann sagði að þingið myndi kjósa um málið í næstu viku, en þingmenn flokksins vinna nú að frumvarpi um málið. Bandaríkin hafa tekið á móti færri en 2.200 flóttamönnum frá Sýrlandi frá 11. október 2011, en Barack Obama, forseti, vill taka á móti tíu þúsund til viðbótar. „Þjóð okkar hefur alltaf tekið fólki opnum örmum en við getum ekki leyft hryðjuverkamönnum að nýta sér það,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. „Allur er varinn góður.“ 27 ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa nú útilokað að taka á móti flóttafólki. Mögulegt er að einn árásarmannanna í París hafi komið til Evrópu í gegnum Grikkland og þá meðal flóttamanna. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPAEkki sanngjarnt að flóttamenn gjaldi Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ekki væri rétt að flóttafólk myndi gjalda vegna árásanna. Hann fór fram á að ríki byggðu upp frekari leiðir svo flóttafólk ætti auðveldara með að sækja um hæli löglega. Þannig væri hægt að kanna bakgrunn þeirra betur. „Það voru ekki flóttamennirnir sem sköpuðu þessi hryðjuverk. Þess í stað voru það hryðjuverk, harðstjórn og stríð sem sköpuðu flóttamennina,“ sagði Guterres. Á hverjum degi fara fimm til sjö þúsund menn, konur og börn um Grikkland. Guterres sagði ósanngjarnt að kenna þeim öllum um þó að einn hryðjuverkamaður hefði mögulega verið meðal þeirra. Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríska þingsins, fór í dag fram á að flutningar flóttamanna til Bandaríkjanna yrðu stöðvaðir vegna árásanna í París. Hann sagði að þingið myndi kjósa um málið í næstu viku, en þingmenn flokksins vinna nú að frumvarpi um málið. Bandaríkin hafa tekið á móti færri en 2.200 flóttamönnum frá Sýrlandi frá 11. október 2011, en Barack Obama, forseti, vill taka á móti tíu þúsund til viðbótar. „Þjóð okkar hefur alltaf tekið fólki opnum örmum en við getum ekki leyft hryðjuverkamönnum að nýta sér það,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. „Allur er varinn góður.“ 27 ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa nú útilokað að taka á móti flóttafólki. Mögulegt er að einn árásarmannanna í París hafi komið til Evrópu í gegnum Grikkland og þá meðal flóttamanna. Það hefur hins vegar ekki verið staðfest.Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPAEkki sanngjarnt að flóttamenn gjaldi Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ekki væri rétt að flóttafólk myndi gjalda vegna árásanna. Hann fór fram á að ríki byggðu upp frekari leiðir svo flóttafólk ætti auðveldara með að sækja um hæli löglega. Þannig væri hægt að kanna bakgrunn þeirra betur. „Það voru ekki flóttamennirnir sem sköpuðu þessi hryðjuverk. Þess í stað voru það hryðjuverk, harðstjórn og stríð sem sköpuðu flóttamennina,“ sagði Guterres. Á hverjum degi fara fimm til sjö þúsund menn, konur og börn um Grikkland. Guterres sagði ósanngjarnt að kenna þeim öllum um þó að einn hryðjuverkamaður hefði mögulega verið meðal þeirra.
Flóttamenn Hryðjuverk í París Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira