Spark í rassinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Undanfarnar vikur hef ég ekki haft undan að svara vinabeiðnum á Facebook. Ekki eru það bakþankarnir sem eru að slá svona í gegn enda beiðnirnar allar frá erlendum aðilum. Hvað veldur hugsa ég í smástund en slæ mig svo utanundir. Vegir guðs eru órannsakanlegir og ég er nú einu sinni heimsforeldri hjá UNICEF. Það hlýtur að vera uppskerutími. Það vill nefnilega svo heppilega til að inn á milli vinabeiðnanna leynast þessar föngulegu dömur sem kunna þá list betur en flestir að koma fallegu andlitinu og brjóstaskorunni einkar fagmannlega fyrir á prófílmyndinni. Af hverju vilja þær vingast við mig? Maður hefur svo sem hitt alls konar fólk á ferðalögum úti í heimi og kannski hefur orðið borist. Í vesturbæ Reykjavíkur á Íslandi sé einhleypur maður á fertugsaldri öðrum fremri sem rétt væri að tékka á. Fyrri hluti þessara bakþanka er náttúrulega algjör steypa en einhvern veginn svona hafa óprúttnir og líkast til erlendir aðilar fengið íslenska karlmenn til að spjalla við sig á Skype, sýna typpið eða eitthvað annað jafn vandræðalegt og kúgað fé út úr viðkomandi með hótun um dreifingu myndbandsupptöku. Svo algengt er þetta í það minnsta að lögreglan telur nauðsynlegt að vara menn við fallegum og brjóstgóðum erlendum konum sem vingast að fyrra bragði við íslenska karlmenn á Facebook. Auðvitað er hluti af mér sem vorkennir þeim sem láta glepjast en það er líka hluti af mér sem finnst málagjöldin hreinlega makleg. Vaknaðu! Internetið var ekki fundið upp í gær. Ef þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að stofna til Skype-samtala við ókunnugt fólk, með buxurnar á hælunum og klósettpappír við höndina, þá áttu kannski bara skilið spark í rassinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun
Undanfarnar vikur hef ég ekki haft undan að svara vinabeiðnum á Facebook. Ekki eru það bakþankarnir sem eru að slá svona í gegn enda beiðnirnar allar frá erlendum aðilum. Hvað veldur hugsa ég í smástund en slæ mig svo utanundir. Vegir guðs eru órannsakanlegir og ég er nú einu sinni heimsforeldri hjá UNICEF. Það hlýtur að vera uppskerutími. Það vill nefnilega svo heppilega til að inn á milli vinabeiðnanna leynast þessar föngulegu dömur sem kunna þá list betur en flestir að koma fallegu andlitinu og brjóstaskorunni einkar fagmannlega fyrir á prófílmyndinni. Af hverju vilja þær vingast við mig? Maður hefur svo sem hitt alls konar fólk á ferðalögum úti í heimi og kannski hefur orðið borist. Í vesturbæ Reykjavíkur á Íslandi sé einhleypur maður á fertugsaldri öðrum fremri sem rétt væri að tékka á. Fyrri hluti þessara bakþanka er náttúrulega algjör steypa en einhvern veginn svona hafa óprúttnir og líkast til erlendir aðilar fengið íslenska karlmenn til að spjalla við sig á Skype, sýna typpið eða eitthvað annað jafn vandræðalegt og kúgað fé út úr viðkomandi með hótun um dreifingu myndbandsupptöku. Svo algengt er þetta í það minnsta að lögreglan telur nauðsynlegt að vara menn við fallegum og brjóstgóðum erlendum konum sem vingast að fyrra bragði við íslenska karlmenn á Facebook. Auðvitað er hluti af mér sem vorkennir þeim sem láta glepjast en það er líka hluti af mér sem finnst málagjöldin hreinlega makleg. Vaknaðu! Internetið var ekki fundið upp í gær. Ef þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að stofna til Skype-samtala við ókunnugt fólk, með buxurnar á hælunum og klósettpappír við höndina, þá áttu kannski bara skilið spark í rassinn.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun