Sýrlenskt vegabréf eins árásarmannanna í París talið falsað Bjarki Ármannsson skrifar 16. nóvember 2015 20:55 Þriggja daga þjóðarsorg stendur yfir í Frakklandi. Vísir/EPA Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan: Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan:
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15
Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent