Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. nóvember 2015 23:55 Frá minningarathöfn fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París. vísir/epa Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47
Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17
Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40