Gekk út í miðjum umræðum í beinni útsendingu á RÚV Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. nóvember 2015 21:40 Edda Sif var sem betur fer með annan viðmælanda sem þurfti ekki að yfirgefa útsendinguna. Vísir/Skjáskot Ætli það sé ekki ein versta martröð fréttamanns að viðmælandi gangi út úr viðtali í því miðju? Það henti Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamann í gær þegar viðmælandi hennar, eða raunar álitsgjafi, gekk út úr miðjum umræðum um Norðurlandamótið í fimleikum. RÚV var með beina útsendingu frá mótinu sem haldið var í Vodafone-höllinni í gær. „Ég hafði séð mann út undan mér sem dró höndina ítrekað hratt yfir hálsinn á sér eins og til að gefa mér merki um að drepa mig í snarhasti. Stuttu seinna verður Sólveig vör við þetta líka eins og sést mjög skemmtilega á myndbandinu,“ segir Edda Sif Pálsdóttir en myndband af atvikinu hefur verið birt á YouTube.Stjarnan fyrir lokagreinina í gær en liðið varð Norðurlandameistari á mótinu sem var til umræðu.vísir/frjálsíþróttasambandiðKellan ekki mætt og allir stressaðir Í myndbandinu sést hvernig Sólveig lítur á úrið sitt eftir að hafa náð augnsambandi við einhvern handan myndavélarinnar. Sólveig þessi er Jónsdóttir en hún er reynd fimleikakona og átti sjálf að dæma leik á sama tíma og á viðtalinu stóð. „Mér þykir voðalega leiðinlegt að yfirgefa ykkur en ég á að dæma gólfið og það er eftir eina mínútu. Það eru allir orðnir mjög stressaðir að kellan sé ekki mætt,“ segir Sólveig í myndbandinu og bregður sér frá. „Og ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem gestur yfirgefur mig í miðju spjalli. Ég var sem betur fer með annan aðeins tryggari sem kláraði þetta með mér og kann ég henni bestu þakkir fyrir það. Þetta hefði annars orðið ansi óþægilegt, bæði fyrir mig og áhorfendur,“ segir Edda Sif. Myndbandið má nálgast hér að neðan. Fimleikar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira
Ætli það sé ekki ein versta martröð fréttamanns að viðmælandi gangi út úr viðtali í því miðju? Það henti Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamann í gær þegar viðmælandi hennar, eða raunar álitsgjafi, gekk út úr miðjum umræðum um Norðurlandamótið í fimleikum. RÚV var með beina útsendingu frá mótinu sem haldið var í Vodafone-höllinni í gær. „Ég hafði séð mann út undan mér sem dró höndina ítrekað hratt yfir hálsinn á sér eins og til að gefa mér merki um að drepa mig í snarhasti. Stuttu seinna verður Sólveig vör við þetta líka eins og sést mjög skemmtilega á myndbandinu,“ segir Edda Sif Pálsdóttir en myndband af atvikinu hefur verið birt á YouTube.Stjarnan fyrir lokagreinina í gær en liðið varð Norðurlandameistari á mótinu sem var til umræðu.vísir/frjálsíþróttasambandiðKellan ekki mætt og allir stressaðir Í myndbandinu sést hvernig Sólveig lítur á úrið sitt eftir að hafa náð augnsambandi við einhvern handan myndavélarinnar. Sólveig þessi er Jónsdóttir en hún er reynd fimleikakona og átti sjálf að dæma leik á sama tíma og á viðtalinu stóð. „Mér þykir voðalega leiðinlegt að yfirgefa ykkur en ég á að dæma gólfið og það er eftir eina mínútu. Það eru allir orðnir mjög stressaðir að kellan sé ekki mætt,“ segir Sólveig í myndbandinu og bregður sér frá. „Og ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem gestur yfirgefur mig í miðju spjalli. Ég var sem betur fer með annan aðeins tryggari sem kláraði þetta með mér og kann ég henni bestu þakkir fyrir það. Þetta hefði annars orðið ansi óþægilegt, bæði fyrir mig og áhorfendur,“ segir Edda Sif. Myndbandið má nálgast hér að neðan.
Fimleikar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Sjá meira