Fagna degi íslenskrar tungu í tuttugasta sinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Hjördís Erna Sigurðardóttir er mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti. Fréttablaðið/Vilhelm Mikil hátíðardagskrá er víða um land í dag í tilefni dags íslenskrar tungu sem nú er haldinn í tuttugasta sinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. „Þetta er í þriðja sinn sem ég er með þetta verkefni ásamt Jóhannesi Bjarna Sigtryggssyni og höfum við unnið með menntamálaráðuneytinu. Í ár þá ákváðum við að prufa dálítið nýtt og hefur dagurinn ákveðið þema í ár, veðurorð. Ég er sjálf mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti,“ segir Hjördís Erna Sigurðardóttir, sagnfræðingur og skipuleggjandi hátíðardagskrárinnar. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur með hátíðardagskrá á vegum mennta- og menningarmálaráðherra í bókasafni Mosfellsbæjar. Þar að auki verður dagskrá í Árnagarði Háskóla Íslands á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, málþing í Hallgrímskirkju um Viðeyjarbiblíu, fyrsti áfangi Stóru upplestrarkeppninnar og dagskrá í Háskólanum á Akureyri svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki verður dagskrá í skólum og á bókasöfnum víða um land. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun flytja ávarp í Mosfellsbæ auk þess sem verðlaunahafarnir tveir, þeir sem hljóta Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu, verða kynntir og munu flytja ávarp. Orðaforði Íslendinga er áberandi í hátíðardagskránni. Auk þess sem veðurorðin eru þema dagsins munu Samtökin '78 einnig fjalla um mikilvægi hinsegin orðaforða í Árnagarði. Hátíðarhaldarar óskuðu eftir því að Íslendingar sendu þeim sín uppáhaldsveðurorð og verða nokkrum þeirra gerð skil. „Þó nokkuð margir komu með skemmtileg veðurorð, sum mjög fáheyrð. Þau eru oft landshlutaskyld og merking þeirra líka. Þetta var bara mjög skemmtilegt að fá að kasta þessu út í samfélagið og fá svona viðbrögð því íslenskan væri fátækleg ef við hefðum bara þessa stóru hatta, gott veður og vont veður. Þá myndi vanta falleg blæ- og tilbrigðaorð um allt þar á milli,“ segir Hjördís. „Við megum ekki týna uppáhaldsorðum okkar eins og til dæmis orðinu hundslappadrífa, það væri þyngra en tárum taki.“ Hinsegin Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Mikil hátíðardagskrá er víða um land í dag í tilefni dags íslenskrar tungu sem nú er haldinn í tuttugasta sinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. „Þetta er í þriðja sinn sem ég er með þetta verkefni ásamt Jóhannesi Bjarna Sigtryggssyni og höfum við unnið með menntamálaráðuneytinu. Í ár þá ákváðum við að prufa dálítið nýtt og hefur dagurinn ákveðið þema í ár, veðurorð. Ég er sjálf mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti,“ segir Hjördís Erna Sigurðardóttir, sagnfræðingur og skipuleggjandi hátíðardagskrárinnar. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur með hátíðardagskrá á vegum mennta- og menningarmálaráðherra í bókasafni Mosfellsbæjar. Þar að auki verður dagskrá í Árnagarði Háskóla Íslands á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, málþing í Hallgrímskirkju um Viðeyjarbiblíu, fyrsti áfangi Stóru upplestrarkeppninnar og dagskrá í Háskólanum á Akureyri svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki verður dagskrá í skólum og á bókasöfnum víða um land. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun flytja ávarp í Mosfellsbæ auk þess sem verðlaunahafarnir tveir, þeir sem hljóta Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu, verða kynntir og munu flytja ávarp. Orðaforði Íslendinga er áberandi í hátíðardagskránni. Auk þess sem veðurorðin eru þema dagsins munu Samtökin '78 einnig fjalla um mikilvægi hinsegin orðaforða í Árnagarði. Hátíðarhaldarar óskuðu eftir því að Íslendingar sendu þeim sín uppáhaldsveðurorð og verða nokkrum þeirra gerð skil. „Þó nokkuð margir komu með skemmtileg veðurorð, sum mjög fáheyrð. Þau eru oft landshlutaskyld og merking þeirra líka. Þetta var bara mjög skemmtilegt að fá að kasta þessu út í samfélagið og fá svona viðbrögð því íslenskan væri fátækleg ef við hefðum bara þessa stóru hatta, gott veður og vont veður. Þá myndi vanta falleg blæ- og tilbrigðaorð um allt þar á milli,“ segir Hjördís. „Við megum ekki týna uppáhaldsorðum okkar eins og til dæmis orðinu hundslappadrífa, það væri þyngra en tárum taki.“
Hinsegin Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira