Segir örla á reiði meðal háskólanema sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 12:29 Aron Ólafsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. mynd/shí Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Háskólanemar hafa þungar áhyggjur af fyrirhuguðu verkfalli prófessora. Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands segir örla á reiði meðal nemenda, sem séu orðnir langþreyttir á sífelldum verkfallshrinum. Jólapróf falla niður ef af verkfallinu verður. Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu í gær verkfallsboðun með miklum meirihluta, eða áttatíu og fimm prósent atkvæða, dagana annan til átjánda desember. Slétt ár er frá því að prófessorar boðuðu síðast til verkfalls, en því var afstýrt á síðustu stundi þegar þeir skrifuðu undir skammtíma kjarasamning sem rann út í lok febrúar. „Ég get ekkert leynt því að ég hef miklar áhyggjur af því að verkfallinu, ef af því verður. En við innilega vonum að það verði leyst úr þessum málum," segir Aron Ólafsson, formaður stúdentaráðs HÍ. „Það versta sem getur gerst er að þetta bitni mikið á nemendum sem eru hjá lánasjóðnum eða nemendum sem stefna á útskrift. Þeir nemendum sem eru með LÍN fá ekki greitt nema að loknum einingum." Stór hluti allrar kennslu féll niður í október þegar félagsmenn SFR lögðu niður störf. Aron segir það hafa haft töluverð áhrif á nemendur. „Það er auðvitað bagalegt að í fjórða skiptið á þremur önnum sé aftur verið að fara í verkfall. Ég átti samtal við nemendur í gær sem sögðu þetta vera orðinn svo eðlilegan hlut að þeir séu farnir að búast við þessu. Nemendur sem eru á sínu öðru ári eru að lenda í fjórða verkfallinu. Það vandræðalega við þetta er að sumir nemendur hugsa bara að svona sé þetta bara. En aðrir eru orðnir reiðir. Sumir eru mjög pirraðir og reiðir út í verkföllin, finnst óþolandi hvernig þetta bitnar á þeim, án þess að nemendur hafi einhvern varnagla," segir hann. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Ef af verkfallinu þýðir það að öll námskeið sem prófessorar hafa umsjón með frestast eða falla niður, sem er um helmingur allra prófa.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Prófessorar ætla í verkfall í desember Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í hádeginu í dag. 12. nóvember 2015 15:06