Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 25- 20 | Dýrmæt stig heimamanna Ólafur Haukur Tómasson í KA-heimilinu skrifar 12. nóvember 2015 20:00 vísir/vilhelm Heimamenn í Akureyri byrjuðu leikinn af miklum krafti og gáfu tóninn strax í upphafi. Þeir höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en náðu samt aldrei að hrista Mosfellingana alveg af sér. Forysta Akureyrar var alltaf á bilinu tvö til fjögur mörk og leiddu þeir með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9. Athygli vakti að markverðir Aftureldingar vörðu ekki skot í fyrri hálfleiknum þó kannski megi deila um að þeir hafi varið einn bolta eftir að dómarinn hafði dæmt aukakast. Markverðirnir voru báðir úti á velli í leikhlé og reyndu að hita sig betur upp. Pálmar Pétursson mætti töluvert heitari inn í seinni hálfleikinn og tókst að verja sjö bolta. Aukin markvarsla í upphafi seinni hálfleiks varð til þess að Afturelding komst loks inn í leikinn og náðu fljótlega að jafna í 13-13. Þeir héldu í við heimamenn þar til um miðjan seinni hálfleik en voru þó alltaf skrefi á eftir. Heimamönnum tókst svo að skríða aftur fram úr gestunum og unnu að lokum verðskuldaðan fimm marka sigur og næla sér í mjög dýrmæt stig. Kristján Orri Jóhannsson með sjö mörk og Bergvin Gíslason með sex voru atkvæðamestir í sóknarleik Akureyrar og Heiðar Levý Guðmundsson átti fínan leik á bak við vörn Akureyrar og varði ellefu skot, þar af nokkur mikilvæg undir lok leiks. Gunnar Þórsson með sex mörk, þar af fimm úr vítum, og Birkir Benediktsson með fimm mörk voru atkvæðamestir í sókn Aftureldingar og Pálmar, sem átti mjög góðan seinni hálfleik, varði sjö skot í markinu.Gunnar: Ef það vantar markvörslu þá þurfa hinir að bæta það upp „Þetta var ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað það var sem gerðist, ég vil ekki segja að við höfum verið hræddir við að fara í KA-heimilið en það leit þannig út. Við mættum ekki tilbúnir og vorum alltaf einu skrefi á eftir þó við náum að jafna þá annað slagið en þá verðum við að halda áfram því þetta kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði Gunnar Þórsson leikmaður Aftureldingar eftir leikinn en hann var ekki alltof sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í kvöld. Eins og áður kom fram var markvarsla Aftureldingar í fyrri hálfleiknum engin og hefur það eflaust haft eitthvað að segja með forystu heimamanna þegar hann var flautaður af. Gunnar taldi markvörsluna hafa vantað þá vildi hann ekki kenna henni um og hélt því fram að þá hefði vörnin og sóknin bara átt að gera betur. „Það vantaði klárlega markvörsluna í fyrri hálfleik. Það má kannski segja að ef heppnin hefði verið með okkur í fyrri hálfleik að þá hefðum við kannski getað verið nær þessu eða jafnvel tekið þetta. Stundum er markvarslan ekki í lagi og þá verðum við í vörninni bara að stíga upp og við verðum að skora meira,“ sagði Gunnar, sem var markahæstur í liði Aftureldingar í kvöld.Sverre Jakobsson: Við erum að leiðrétta slaka byrjun „Við sýndum frábæra liðsheild. Þetta eru flottir strákar og eru búnir að vinna hörðum höndum frá því við byrjuðum að spila þessa leiki í haust og hafa unnið sig í gegnum mikið mótlæti sem skilar sér í frábæri liðsheild. Liðsheildin small, karakterinn small og það er okkar styrkleiki,“ sagði Sverre, þjálfari Akureyrar, sem var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa og tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og útlitið var ekki bjart norðan heiða. Liðið hefur hins vegar tekist að snúa blaðinu ágætlega við og hafa nælt í átta stig úr sex leikjum eftir það. „Strákarnir hafa lagt gífurlega mikið á sig og það er ekki sjálfsagt að snúa blaðinu við eftir að lenda í svona sterku mótlæti í upphafi tímabils en þeir eiga skilið mikið hrós en það er enn mikið verk fyrir höndum. Við erum rétt að leiðrétta kaflan sem við lentum í í byrjun svo við erum kannski nokkurn veginn á pari. Við erum að leitast eftir stöðugleika í liðið svo við getum mætt samkeppnishæfir í hvaða leik sem er. Við erum að nálgast það, við getum gefið okkur það. Við erum á betri vegferð núna en í byrjun,“ sagði Sverre. Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Heimamenn í Akureyri byrjuðu leikinn af miklum krafti og gáfu tóninn strax í upphafi. Þeir höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en náðu samt aldrei að hrista Mosfellingana alveg af sér. Forysta Akureyrar var alltaf á bilinu tvö til fjögur mörk og leiddu þeir með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9. Athygli vakti að markverðir Aftureldingar vörðu ekki skot í fyrri hálfleiknum þó kannski megi deila um að þeir hafi varið einn bolta eftir að dómarinn hafði dæmt aukakast. Markverðirnir voru báðir úti á velli í leikhlé og reyndu að hita sig betur upp. Pálmar Pétursson mætti töluvert heitari inn í seinni hálfleikinn og tókst að verja sjö bolta. Aukin markvarsla í upphafi seinni hálfleiks varð til þess að Afturelding komst loks inn í leikinn og náðu fljótlega að jafna í 13-13. Þeir héldu í við heimamenn þar til um miðjan seinni hálfleik en voru þó alltaf skrefi á eftir. Heimamönnum tókst svo að skríða aftur fram úr gestunum og unnu að lokum verðskuldaðan fimm marka sigur og næla sér í mjög dýrmæt stig. Kristján Orri Jóhannsson með sjö mörk og Bergvin Gíslason með sex voru atkvæðamestir í sóknarleik Akureyrar og Heiðar Levý Guðmundsson átti fínan leik á bak við vörn Akureyrar og varði ellefu skot, þar af nokkur mikilvæg undir lok leiks. Gunnar Þórsson með sex mörk, þar af fimm úr vítum, og Birkir Benediktsson með fimm mörk voru atkvæðamestir í sókn Aftureldingar og Pálmar, sem átti mjög góðan seinni hálfleik, varði sjö skot í markinu.Gunnar: Ef það vantar markvörslu þá þurfa hinir að bæta það upp „Þetta var ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað það var sem gerðist, ég vil ekki segja að við höfum verið hræddir við að fara í KA-heimilið en það leit þannig út. Við mættum ekki tilbúnir og vorum alltaf einu skrefi á eftir þó við náum að jafna þá annað slagið en þá verðum við að halda áfram því þetta kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði Gunnar Þórsson leikmaður Aftureldingar eftir leikinn en hann var ekki alltof sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í kvöld. Eins og áður kom fram var markvarsla Aftureldingar í fyrri hálfleiknum engin og hefur það eflaust haft eitthvað að segja með forystu heimamanna þegar hann var flautaður af. Gunnar taldi markvörsluna hafa vantað þá vildi hann ekki kenna henni um og hélt því fram að þá hefði vörnin og sóknin bara átt að gera betur. „Það vantaði klárlega markvörsluna í fyrri hálfleik. Það má kannski segja að ef heppnin hefði verið með okkur í fyrri hálfleik að þá hefðum við kannski getað verið nær þessu eða jafnvel tekið þetta. Stundum er markvarslan ekki í lagi og þá verðum við í vörninni bara að stíga upp og við verðum að skora meira,“ sagði Gunnar, sem var markahæstur í liði Aftureldingar í kvöld.Sverre Jakobsson: Við erum að leiðrétta slaka byrjun „Við sýndum frábæra liðsheild. Þetta eru flottir strákar og eru búnir að vinna hörðum höndum frá því við byrjuðum að spila þessa leiki í haust og hafa unnið sig í gegnum mikið mótlæti sem skilar sér í frábæri liðsheild. Liðsheildin small, karakterinn small og það er okkar styrkleiki,“ sagði Sverre, þjálfari Akureyrar, sem var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa og tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og útlitið var ekki bjart norðan heiða. Liðið hefur hins vegar tekist að snúa blaðinu ágætlega við og hafa nælt í átta stig úr sex leikjum eftir það. „Strákarnir hafa lagt gífurlega mikið á sig og það er ekki sjálfsagt að snúa blaðinu við eftir að lenda í svona sterku mótlæti í upphafi tímabils en þeir eiga skilið mikið hrós en það er enn mikið verk fyrir höndum. Við erum rétt að leiðrétta kaflan sem við lentum í í byrjun svo við erum kannski nokkurn veginn á pari. Við erum að leitast eftir stöðugleika í liðið svo við getum mætt samkeppnishæfir í hvaða leik sem er. Við erum að nálgast það, við getum gefið okkur það. Við erum á betri vegferð núna en í byrjun,“ sagði Sverre.
Olís-deild karla Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Enski boltinn Þjálfari sakaði leikmann um að leggja hendur á sig Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira