Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather var alls ekki hrifinn af því að Ronda Rousey væri á forsíðu hnefaleikatímaritsins Ring.
Forsíðan vakti mikla athygli og þar var því velt upp hvort hún færi næst í hnefaleika. Mayweather segir það ekki vera gott fyrir hnefaleikana að vera með íþróttamann úr annarri íþrótt á forsíðunni.
„Maður veit að íþróttin er í vandræðum þegar kvenkynsbardagamaður úr annarri íþrótt er á forsíðu hnefaleikatímarits," sagði Mayweather en hann er enginn sérstakur aðdáandi Rondu.
Ronda og Mayweather hafa skipst á skotum síðustu mánuði. Mayweather þóttist ekki vita hver hún væri og Ronda lét hann heyra það fyrir að lemja konur.
Vont fyrir hnefaleikana að hafa Rondu á forsíðunni

Tengdar fréttir

Rousey skaut fast á Mayweather
Ronda Rousey veit, eins og heimurinn, að boxarinn Floyd Mayweather hefur átt það til að leggja hendur á konur.

Rousey: Hvernig ætli Floyd líði nú?
UFC-drottningin Ronda Rousey sendi Floyd Mayweather skýr skilaboð á ESPY-verðlaunahátíðinni í gær.

Floyd má hafa samband er hann lærir að lesa og reikna
UFC-bardagakonan Ronda Rousey er ekki hætt að láta boxarann Floyd Mayweather heyra það.

Valdi sjálfan sig sem besta boxara allra tíma
Setti Muhammad Ali aðeins í fimmta sætið.

Rousey: Í opnum bardaga myndi ég ganga frá Mayweather
Þessi fremsta bardagakona heims segir að í UFC hringnum geti engin manneskja sigrað hana, hvorki einhver maður né kona.

Ronda má hringja þegar hún hefur halað inn 40 milljarða á 36 mínútum
Floyd Mayweather svarar Rondu Rousey.