Skýrsla kæranda lýsir notkun tóla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem meintar nauðganir eiga að hafa átt sér stað. vísir/vilhelm Í skýrslu annars brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli frá því í október kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar saman með keðju. Þá hafi hann slegið hana með svipu. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins. Lögreglan lagði hald á svipu og keðju við húsleit í íbúð í Hlíðunum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum sem lögreglan hefur til rannsóknar og munu hafa átt sér stað í október. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar. Tveir karlmenn eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á einnig á fertugsaldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson„Þetta er ekki í samræmi við lýsingar míns manns,“ segir Bjarni Hauksson verjandi annars meints gerenda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi hins, segir skjólstæðing sinn hvorki kannast við að hafa bundið stúlkuna og hvað þá slegið hana með svipu. Fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Nokkru síðar mun árásin á hina konuna hafa verið gerð, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Lögreglan staðfestir að húsleit hafi verið gerð en vill ekki segja nákvæmlega hvaða muni var lagt hald á. Mennirnir tveir voru handteknir en þeim var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og hafa hundruð manna krafist þess að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan segir rannsókn málsins langt komna og í algjörum forgangi. Vilhjálmur segir að mennirnir neiti báðir alfarið sök og segir gögn málsins og vitnisburði styðja framburð þeirra. Þá hefur hann lagt fram kæru á hendur stúlkunum fyrir rangar sakargiftir. Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. 10. nóvember 2015 08:32 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í skýrslu annars brotaþola hjá lögreglu í kynferðisbrotamáli frá því í október kemur fram að annar meintra gerenda hafi bundið hendur hennar saman með keðju. Þá hafi hann slegið hana með svipu. Þetta staðfesta heimildir Fréttablaðsins. Lögreglan lagði hald á svipu og keðju við húsleit í íbúð í Hlíðunum. Tvær kærur hafa verið lagðar fram í tveimur aðskildum kynferðisbrotamálum sem lögreglan hefur til rannsóknar og munu hafa átt sér stað í október. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að íbúðin væri búin tækjum og tólum til ofbeldisiðkunar. Tveir karlmenn eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á einnig á fertugsaldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson„Þetta er ekki í samræmi við lýsingar míns manns,“ segir Bjarni Hauksson verjandi annars meints gerenda. Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi hins, segir skjólstæðing sinn hvorki kannast við að hafa bundið stúlkuna og hvað þá slegið hana með svipu. Fyrri árásin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Nokkru síðar mun árásin á hina konuna hafa verið gerð, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Lögreglan staðfestir að húsleit hafi verið gerð en vill ekki segja nákvæmlega hvaða muni var lagt hald á. Mennirnir tveir voru handteknir en þeim var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hefur það vakið hörð viðbrögð í samfélaginu og hafa hundruð manna krafist þess að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lögreglan segir rannsókn málsins langt komna og í algjörum forgangi. Vilhjálmur segir að mennirnir neiti báðir alfarið sök og segir gögn málsins og vitnisburði styðja framburð þeirra. Þá hefur hann lagt fram kæru á hendur stúlkunum fyrir rangar sakargiftir.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. 10. nóvember 2015 08:32 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09
Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. 10. nóvember 2015 08:32
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00