Hús með sál 28. nóvember 2015 11:00 Hafdís og Haukur inn í stofu á uppáhalds stað Hafdísar. Stólarnir eru úr Fríðu frænku og myndirnar líka. Hundurinn Róbert situr fyrir framan þau á pullunni sinni. „Það er svo góður andi í húsinu, það er það besta við húsið,“ segja hjónin Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson sem búa í fallegu bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík ásamt hundinum sínum, Róberti. Húsið var byggt árið 1896 og er hluti af Hlíðarhúsunum og ber nafnið Hlíðarhús miðbær. „Við fluttum inn í húsið árið 2002. Ég heillaðist af því þegar ég sá það en Hafdís var alls ekki á því til að byrja með að flytja úr Breiðholti þar sem við bjuggum og niður í bæ. Hún sannfærðist hins vegar þegar við skoðuðum það,“ segir Haukur. Árið 2012 réðust hjónin í miklar endurbætur á húsinu og stækkuðu það um fjörutíu prósent. „Þetta voru miklar framkvæmdir en vel þess virði,“ segir Haukur. Hjónin reka verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og Stofuna kaffihús í kvosinni. Það er því stutt fyrir þau að fara í vinnu. „Við röltum bara í vinnuna og erum mest á þessu svæði. Við förum ekki mikið úr miðbænum,“ segir Hafdís. Bæði innréttingar og húsmunir í húsinu eru í gamaldags stíl enda hjónin mjög hrifin af gamla stílnum og hlutum með sál. „Fríða frænka var í miklu uppáhaldi hjá okkur og við versluðum mikið við hana. Við eigum mikið af hlutum þaðan,“ segir Hafdís. Þau segja að þeim líði afskaplega vel í húsinu og búast ekki við að flytja þaðan. „Nei, við munum alltaf vera hér. Verðum gömul hérna,“ segir Haukur.Hjónarúmið sem er í spænskum s´til hefur gengið kynslóða á milli. Afi og amma Hauks áttu rúmið sem móðir hans erfði svo og síðan Haukur. "Við létum taka það allt í gegn fyrir 15 árum síðan, fengum nýjar dýnur og pússuðum upp og bárum á rúmgaflinn." Stóllinn er úr Fríðu frænku en sú búð var í miklu uppáhaldi hjá hjónunum. "Við vorum reglulegir gestir hjá Önnu," segir Hafdís en í dag reka hjónin einmitt kaffihúsið Stofuna sem er í sama húsnæði og Fríða frænka var í .Eldhúsborðið og stólarnir koma úr Fríðu frænku. "Hérna kemur fjölskyldan saman og borðar. Hérna er líka mikið setið og rætt, kvölds og morgna. Margar hugmyndir ræddar," segir Haukur. Litlu stytturnar í glugganum eru fráFyrstu skautarnir hans Hauks hafa fengið annað hlutverk og eru núna veggskraut í húsbóndaherberginu í kjallaranum.„Ég erfði bláa vasann frá ömmu Pálínu og hann er í miklu uppáhaldi en hún hafði átt hann í mörg ár,“ segir Haukur. Hús og heimili Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Það er svo góður andi í húsinu, það er það besta við húsið,“ segja hjónin Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson sem búa í fallegu bakhúsi við Vesturgötu í Reykjavík ásamt hundinum sínum, Róberti. Húsið var byggt árið 1896 og er hluti af Hlíðarhúsunum og ber nafnið Hlíðarhús miðbær. „Við fluttum inn í húsið árið 2002. Ég heillaðist af því þegar ég sá það en Hafdís var alls ekki á því til að byrja með að flytja úr Breiðholti þar sem við bjuggum og niður í bæ. Hún sannfærðist hins vegar þegar við skoðuðum það,“ segir Haukur. Árið 2012 réðust hjónin í miklar endurbætur á húsinu og stækkuðu það um fjörutíu prósent. „Þetta voru miklar framkvæmdir en vel þess virði,“ segir Haukur. Hjónin reka verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og Stofuna kaffihús í kvosinni. Það er því stutt fyrir þau að fara í vinnu. „Við röltum bara í vinnuna og erum mest á þessu svæði. Við förum ekki mikið úr miðbænum,“ segir Hafdís. Bæði innréttingar og húsmunir í húsinu eru í gamaldags stíl enda hjónin mjög hrifin af gamla stílnum og hlutum með sál. „Fríða frænka var í miklu uppáhaldi hjá okkur og við versluðum mikið við hana. Við eigum mikið af hlutum þaðan,“ segir Hafdís. Þau segja að þeim líði afskaplega vel í húsinu og búast ekki við að flytja þaðan. „Nei, við munum alltaf vera hér. Verðum gömul hérna,“ segir Haukur.Hjónarúmið sem er í spænskum s´til hefur gengið kynslóða á milli. Afi og amma Hauks áttu rúmið sem móðir hans erfði svo og síðan Haukur. "Við létum taka það allt í gegn fyrir 15 árum síðan, fengum nýjar dýnur og pússuðum upp og bárum á rúmgaflinn." Stóllinn er úr Fríðu frænku en sú búð var í miklu uppáhaldi hjá hjónunum. "Við vorum reglulegir gestir hjá Önnu," segir Hafdís en í dag reka hjónin einmitt kaffihúsið Stofuna sem er í sama húsnæði og Fríða frænka var í .Eldhúsborðið og stólarnir koma úr Fríðu frænku. "Hérna kemur fjölskyldan saman og borðar. Hérna er líka mikið setið og rætt, kvölds og morgna. Margar hugmyndir ræddar," segir Haukur. Litlu stytturnar í glugganum eru fráFyrstu skautarnir hans Hauks hafa fengið annað hlutverk og eru núna veggskraut í húsbóndaherberginu í kjallaranum.„Ég erfði bláa vasann frá ömmu Pálínu og hann er í miklu uppáhaldi en hún hafði átt hann í mörg ár,“ segir Haukur.
Hús og heimili Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira