Heimafólk vildi horfa á flugvélar og fylgjast með Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 10:15 "Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til,“ segir Friðþór. Vísir/Anton Brink „Ég er að fjalla um hvað hinir erlendu herir voru að sýsla hér á landinu, hvert hlutverk þeirra var, hvar þeir voru staðsettir og hvernig vera þeirra tengdist því sem var að gerast í heiminum,“ segir Friðþór Eydal sem hefur skrifað sex bækur á íslensku um hernámið og hersetuna í landinu. Sú nýjasta fjallar um hersetu á Ströndum og Norðurlandi vestra. Friðþór notar ekki aðeins ritaðar heimildir heldur hefur tekið viðtöl við setuliðsmenn og Norðlendinga sem muna eftir hersetunni í sinni heimabyggð. Skyldu þeir aldrei hafa óttast loftárásir óvinaherja? „Varúðin gegn því var mest áberandi hér í Reykjavík þar sem stjórnvöldum rann mest blóðið til skyldunnar. En þegar þýskar flugvélar sáust á lofti áttu verðir stundum í mestu vandræðum með að koma Íslendingum niður í loftvarnarbyrgi því þeir voru uppteknir af því að horfa á flugvélarnar og fylgjast með aksjóninni.“ Á Reykjum í Hrútafirði féll skólahald niður í þrjú ár vegna hersetunnar. „Skólastjórninni var tilkynnt að breski herinn mundi reisa búðir í grennd við skólann. Hún stakk upp á að hann leigði skólahúsnæðið því skólahald mundi ekki fara saman við hersetuna. Skólanum var svo skilað nýmáluðum og dúklögðum þegar herinn fór sumarið 1943.“Breskir hermenn við liðskönnun hjá Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í fullum herklæðum eins og félagar þeirra sem lentu í Hrútafjarðarslysinu. Mynd/Af bls. 62 í bókinniHryggilegt slys varð í Hrútafirðinum þegar breskir dátar ætluðu að sigla frá Borðeyri yfir að Reykjum á flatbotna bátum. Átján menn fórust og fundust aldrei. Friðþór náði viðtali við einn af þeim sem lifðu slysið af. „Siglingin var liður í æfingaáætlunum herliðsins,“ segir hann. „Lífið gekk út á að þjálfa sig fyrir ferðina sem vonandi yrði aldrei farin. En hún var farin 1944 þegar innrásin var gerð í Normandí og þar voru notaðir sams konar bátar til að komast yfir ár og síki.“ Fjölmargar myndir eru í nýju bókinni. „Fyrir nokkrum árum gerði ég rannsókn á myndasöfnum bresku og bandarísku herjanna og skráði þau. Það var mikill fengur að finna þar áhugaverðar myndir sem ég hef notað í mínar bækur og útvegað mörgum öðrum myndir í rit og ýmsa umfjöllun.“ Í fyrri bókum Eyþórs um sama efni koma Hvalfjörður, Austurland, Keflavík og Kópavogur við sögu. Ætlar hann að skrifa fleiri? „Ég gæti hugsað mér að gera bók um Reykjavík og Mosfellssveit. Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til.“ Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
„Ég er að fjalla um hvað hinir erlendu herir voru að sýsla hér á landinu, hvert hlutverk þeirra var, hvar þeir voru staðsettir og hvernig vera þeirra tengdist því sem var að gerast í heiminum,“ segir Friðþór Eydal sem hefur skrifað sex bækur á íslensku um hernámið og hersetuna í landinu. Sú nýjasta fjallar um hersetu á Ströndum og Norðurlandi vestra. Friðþór notar ekki aðeins ritaðar heimildir heldur hefur tekið viðtöl við setuliðsmenn og Norðlendinga sem muna eftir hersetunni í sinni heimabyggð. Skyldu þeir aldrei hafa óttast loftárásir óvinaherja? „Varúðin gegn því var mest áberandi hér í Reykjavík þar sem stjórnvöldum rann mest blóðið til skyldunnar. En þegar þýskar flugvélar sáust á lofti áttu verðir stundum í mestu vandræðum með að koma Íslendingum niður í loftvarnarbyrgi því þeir voru uppteknir af því að horfa á flugvélarnar og fylgjast með aksjóninni.“ Á Reykjum í Hrútafirði féll skólahald niður í þrjú ár vegna hersetunnar. „Skólastjórninni var tilkynnt að breski herinn mundi reisa búðir í grennd við skólann. Hún stakk upp á að hann leigði skólahúsnæðið því skólahald mundi ekki fara saman við hersetuna. Skólanum var svo skilað nýmáluðum og dúklögðum þegar herinn fór sumarið 1943.“Breskir hermenn við liðskönnun hjá Hótel Tindastóli á Sauðárkróki í fullum herklæðum eins og félagar þeirra sem lentu í Hrútafjarðarslysinu. Mynd/Af bls. 62 í bókinniHryggilegt slys varð í Hrútafirðinum þegar breskir dátar ætluðu að sigla frá Borðeyri yfir að Reykjum á flatbotna bátum. Átján menn fórust og fundust aldrei. Friðþór náði viðtali við einn af þeim sem lifðu slysið af. „Siglingin var liður í æfingaáætlunum herliðsins,“ segir hann. „Lífið gekk út á að þjálfa sig fyrir ferðina sem vonandi yrði aldrei farin. En hún var farin 1944 þegar innrásin var gerð í Normandí og þar voru notaðir sams konar bátar til að komast yfir ár og síki.“ Fjölmargar myndir eru í nýju bókinni. „Fyrir nokkrum árum gerði ég rannsókn á myndasöfnum bresku og bandarísku herjanna og skráði þau. Það var mikill fengur að finna þar áhugaverðar myndir sem ég hef notað í mínar bækur og útvegað mörgum öðrum myndir í rit og ýmsa umfjöllun.“ Í fyrri bókum Eyþórs um sama efni koma Hvalfjörður, Austurland, Keflavík og Kópavogur við sögu. Ætlar hann að skrifa fleiri? „Ég gæti hugsað mér að gera bók um Reykjavík og Mosfellssveit. Þetta efni hefur löngum verið áhugamál hjá mér og það er gaman að róta í því þegar tækifæri er til.“
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira