Eina málið að vinna titla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 06:00 Matthías ætlar sér að fara með íslenska landsliðinu á EM. vísir/getty „Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
„Það er nú ekki leiðinlegt að fá að prófa þetta hér líka. Ég varð tvisvar bikarmeistari með FH á Íslandi og ekki var þetta síðra,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, sóknarmaður Rosenborg, sem varð um helgina bikarmeistari með liði sínu eftir sigur 2-0 sigur á Sarpsborg 08 í úrslitunum. Rosenborg varð sömuleiðis Noregsmeistari með talsverðum yfirburðum í sumar. Það var 23. meistaratitill félagsins en sá fyrsti í fimm ár og því kærkominn. Matthías gekk í raðir Rosenborg í lok júlí eftir að hafa verið á mála hjá Start í þrjú og hálft ár. Hjá Start var hann í stóru hlutverki en eins og gefur að skilja fékk hann mun meiri samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu hjá Rosenborg.Eigna mér sæti á næsta ári „Ég fékk að spila nokkuð mikið fyrstu vikurnar en síðan komu margir leikmenn til baka úr meiðslum. Það er lítið hægt að segja þegar hinn framherjinn er langmarkahæsti maður deildarinnar,“ segir Matthías. „En það var fínt að byrja á þessu. Markmiðið hjá mér er svo að eigna mér sæti í liðinu á næsta ári.“ Matthías var nýlega verðlaunaður fyrir mark ársins en það gerði hann í leik með Start. Alls skoraði hann níu mörk í norsku úrvalsdeildinni í ár, þar af tvö með Rosenborg. Hann segir að hann hafi beðið nokkuð lengi eftir því að taka næsta skref á ferlinum eftir dvölina hjá Start og því hafi verið kærkomið að fara til Rosenborg. „Þetta er svipað og þegar ég fór í FH,“ segir hann en Matthías var sautján ára þegar hann fór úr BÍ frá Ísafirði og gekk til liðs við Hafnarfjarðarfélagið, þar sem hann varð margfaldur Íslandsmeistari. „Hér er mikil samkeppni um stöður, æfingar eru mun betri og það eina sem skiptir máli er að vinna titla.“Greinilega ekki nógu góður Matthías er 27 ára og hefur ekki fengið tækifæri með íslenska landsliðinu í mótsleik síðan Ólafur Jóhannesson var landsliðsþjálfari. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa valið hann reglulega í vináttulandsleiki og Matthías á möguleika á að fá kallið þegar Ísland fer í æfingaferð til Abú Dabí í janúar og leikur þar tvo vináttulandsleiki. Matthías gengst við því að það hafi vissulega verið honum vonbrigði að fá ekki fleiri tækifæri með landsliðinu en hann stefnir engu að síður ótrauður að því að komast í EM-hópinn fyrir næsta sumar. „Fyrst ég er ekki í hópnum þá er ég greinilega ekki nógu góður og verð að leggja meira á mig,“ segir hann. „Það er lítið annað fyrir mig að gera. Liðið hefur staðið sig frábærlega og Lars og Heimir vita alveg hvað þeir eru að gera. En það er langt í mót og það getur margt gerst á þeim tíma. Þetta er fyrst og síðast undir sjálfum mér komið.“ Matthías var síðast með Íslandi í leikjunum gegn Kanada í upphafi árs sem fóru báðir fram í Flórída. „Þá skoraði ég og fiskaði víti þannig að ég tel að ég hafi nýtt mín tækifæri ágætlega. En þetta snýst líka um svo margt annað,“ segir Matthías.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira