Wolfsburg tyllti sér á topp B-riðils Meistaradeildar Evrópu með 0-2 sigri á CSKA Moskvu á útivelli í dag.
Þýsku bikarmeistararnir eru nú með níu stig, tveimur stigum meira en Manchester United sem tekur á móti PSV Eindhoven í hinum leik riðilsins klukkan 19:45.
Staðan var markalaus í hálfleik og fram á 67. mínútu þegar Igor Akinfeev, markvörður CSKA, skoraði sjálfsmark.
Varamaðurinn André Schürrle gulltryggði svo sigur Wolfsburg þegar hann skoraði seinna mark liðsins tveimur mínútum fyrir leikslok.
Wolfsburg tekur á móti Man Utd í lokaumferð riðlakeppninnar á meðan CSKA sækir PSV heim.
Wolfsburg á toppinn með sigri í Moskvu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn