Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. nóvember 2015 15:40 Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, sagði Einar Guðfinnsson, forseti þingsins. vísir/daníel Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“ Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“
Alþingi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira