Panthers fyrst í tíu sigra Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2015 09:08 Lífið er ljúft hjá Cam Newton og félögum í Carolina. Vísir/Getty Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en þá fóru flestir leikirnir í 11. viku tímabilsins fram. Tvö lið eru enn ósigruð í deildinni og annað þeirra spilaði í gær. Carolina Panthers gersigraði Washington Redskins, 44-16, þar sem leikstjórnandinn Cam Newton fór á kostum og kastaði fyrir fimm snertimörkum, þar af fjórum í fyrri hálfleik. Hitt ósigraða liðið, meistararnir í New England Patriots, mæta Buffalo Bills á heimavelli í kvöld en þar mætast þjálfararnir Bill Belichick og Rex Ryan, sem hafa oft eldað saman grátt silfur. Tvö af sterkustu liðum deildarinnar mættust svo í nótt þar sem Arizona Cardinals hafði betur gegn Cincinnati Bengals á heimavelli, 34-31. Leikstjórnandinn Carson Palmer, sem var í sex ár á mála hjá Bengals, kom sparkaranum Chandler Catanzaro í kjörstöðu í blálok leiksins. Catanzaro tryggði Arizona sigur þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Bæði lið hafa unnið átta leiki á tímabilinu og tapað tveimur en þetta var hins vegar annað tap Cincinnati í röð. Liðið er með næstbesta árngur Ameríkudeildarinnar, á eftir New England, ásamt Denver Broncos sem vann nauman sigur á Chicago á útivelli í gær, 17-15.Thomas Rawls.Vísir/GettyMartin og Rawls með ótrúlegar tölur Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi sögunnar, er fjarri góðu gamni hjá Denver vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Brock Osweiler að leiða liðið til sigurs í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og það á 25 ára afmælisdegi sínum. Chicago fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en tveggja stiga kerfi hjá Jay Cutler klikkaði. Green Bay komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð en liðið hafði mikla yfirburði gegn erkifjendum sínum í Minnesota Vikings, 30-13. Hlauparinn Eddie Lacy, sem hefur átt slappt tímabil, komst aftur í gang og var í stóru hlutverki. Sigurinn var afar mikilvægur þar sem bæði lið eru nú jöfn með sjö sigra á toppi norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Tveir hlauparar skiluðu ótrúlegum tölum í gær. Doug Martin hljóp samtals 235 jarda er Tampa Bay Buccaneers fór illa með Philadelphia, 45-17, og Thomas Rawls niðurlægði vörn San Francisco er hann var samtals með 255 jarda (209 hlaupajarda, 46 kastjarda) og tvö snertimörk í 29-13 sigri Seattle. Rawls var að leysa Marshawn Lynch af hólmi en Lynch er meiddur og óvíst hvenær hann snýr til baka. Þá komst Dallas Cowboys aftur á sigurbraut eftir sjö tapleiki í röð en leikstjórnandinn Tony Romo sneri þá aftur eftir meiðsli og stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Miami, 24-14. Dallas er neðst í austurriðli Þjóðardeildarinnar með þrjá sigra en aðeins New York Giants, sem var í fríi um helgina, er efst með fimm sigra. Sá riðill er því enn galopinn enda á hvert lið sex leiki eftir.Menn óskuðu Osweiler til hamingju með afmælið í gær.Vísir/GettyAllt er fertugum fært Meðal annarra úrslita má nefna að Atlanta Falcons tapaði sínum þriðja leik í röð er liðið tapaði fyrir Indianapolis Colts, 24-21. Síðarnefnda liðið var án leikstjórnandans Andrew Luck en í fjarveru hans náði hinn fertugi Matt Hasselback að stýra sínum mönnum til sigurs. Colts og Houston Texans, sem sendi skýr skilaboð með sannfærandi sigri á New Jersey Jets, í gær eru efstu og jöfn í suðurriðli Ameríkudeildarinnar með fimm sigra hvort.Staðan í deildinni.Úrslit gærdagsins: Atlanta - Indianapolis 21-24 Baltimore - St. Louis 16-13 Carolina - Washington 44-16 Chicago - Denver 15-17 Detroit - Oakland 18-13 Houston - New Jersey 24-17 Miami - Dallas 14-24 Philadelphia - Tampa Bay 17-45 San Diego - Kansas City 3-33 Minnesota - Green Bay 13-30 Seattle - San Francisco 29-13 Arizona - Cincinnati 34-31Í nótt: New England - Buffalo NFL Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Sjá meira
Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en þá fóru flestir leikirnir í 11. viku tímabilsins fram. Tvö lið eru enn ósigruð í deildinni og annað þeirra spilaði í gær. Carolina Panthers gersigraði Washington Redskins, 44-16, þar sem leikstjórnandinn Cam Newton fór á kostum og kastaði fyrir fimm snertimörkum, þar af fjórum í fyrri hálfleik. Hitt ósigraða liðið, meistararnir í New England Patriots, mæta Buffalo Bills á heimavelli í kvöld en þar mætast þjálfararnir Bill Belichick og Rex Ryan, sem hafa oft eldað saman grátt silfur. Tvö af sterkustu liðum deildarinnar mættust svo í nótt þar sem Arizona Cardinals hafði betur gegn Cincinnati Bengals á heimavelli, 34-31. Leikstjórnandinn Carson Palmer, sem var í sex ár á mála hjá Bengals, kom sparkaranum Chandler Catanzaro í kjörstöðu í blálok leiksins. Catanzaro tryggði Arizona sigur þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Bæði lið hafa unnið átta leiki á tímabilinu og tapað tveimur en þetta var hins vegar annað tap Cincinnati í röð. Liðið er með næstbesta árngur Ameríkudeildarinnar, á eftir New England, ásamt Denver Broncos sem vann nauman sigur á Chicago á útivelli í gær, 17-15.Thomas Rawls.Vísir/GettyMartin og Rawls með ótrúlegar tölur Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi sögunnar, er fjarri góðu gamni hjá Denver vegna meiðsla en í fjarveru hans náði Brock Osweiler að leiða liðið til sigurs í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og það á 25 ára afmælisdegi sínum. Chicago fékk tækifæri til að jafna leikinn í lokin en tveggja stiga kerfi hjá Jay Cutler klikkaði. Green Bay komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð en liðið hafði mikla yfirburði gegn erkifjendum sínum í Minnesota Vikings, 30-13. Hlauparinn Eddie Lacy, sem hefur átt slappt tímabil, komst aftur í gang og var í stóru hlutverki. Sigurinn var afar mikilvægur þar sem bæði lið eru nú jöfn með sjö sigra á toppi norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Tveir hlauparar skiluðu ótrúlegum tölum í gær. Doug Martin hljóp samtals 235 jarda er Tampa Bay Buccaneers fór illa með Philadelphia, 45-17, og Thomas Rawls niðurlægði vörn San Francisco er hann var samtals með 255 jarda (209 hlaupajarda, 46 kastjarda) og tvö snertimörk í 29-13 sigri Seattle. Rawls var að leysa Marshawn Lynch af hólmi en Lynch er meiddur og óvíst hvenær hann snýr til baka. Þá komst Dallas Cowboys aftur á sigurbraut eftir sjö tapleiki í röð en leikstjórnandinn Tony Romo sneri þá aftur eftir meiðsli og stýrði sínum mönnum til sigurs gegn Miami, 24-14. Dallas er neðst í austurriðli Þjóðardeildarinnar með þrjá sigra en aðeins New York Giants, sem var í fríi um helgina, er efst með fimm sigra. Sá riðill er því enn galopinn enda á hvert lið sex leiki eftir.Menn óskuðu Osweiler til hamingju með afmælið í gær.Vísir/GettyAllt er fertugum fært Meðal annarra úrslita má nefna að Atlanta Falcons tapaði sínum þriðja leik í röð er liðið tapaði fyrir Indianapolis Colts, 24-21. Síðarnefnda liðið var án leikstjórnandans Andrew Luck en í fjarveru hans náði hinn fertugi Matt Hasselback að stýra sínum mönnum til sigurs. Colts og Houston Texans, sem sendi skýr skilaboð með sannfærandi sigri á New Jersey Jets, í gær eru efstu og jöfn í suðurriðli Ameríkudeildarinnar með fimm sigra hvort.Staðan í deildinni.Úrslit gærdagsins: Atlanta - Indianapolis 21-24 Baltimore - St. Louis 16-13 Carolina - Washington 44-16 Chicago - Denver 15-17 Detroit - Oakland 18-13 Houston - New Jersey 24-17 Miami - Dallas 14-24 Philadelphia - Tampa Bay 17-45 San Diego - Kansas City 3-33 Minnesota - Green Bay 13-30 Seattle - San Francisco 29-13 Arizona - Cincinnati 34-31Í nótt: New England - Buffalo
NFL Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Sjá meira