Ronaldo: Samband mitt við Benitez er gott Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. desember 2015 12:15 Vísir/Getty Cristiano Ronaldo segir eðlilegt að Rafael Benitez fá tíma til að aðlagast Real Madrid og gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir sem hafa beinst að félaginu síðustu daga og vikur. Real vann í gær 8-0 stórsigur á Malmö í Meistaradeild Evrópu og Ronaldo bætti met með því að skora alls ellefu mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann skoraði fjögur í gær.Sjá einnig: Martröð fyrir Kára og félaga | Sjáið öll átta mörk Real Madrid Gagnrýnisraddir heyrast þó enn í spænsku höfuðborginni eftir að Real mátti sætta sig við tap gegn erkifjendunum í Barcelona á heimavelli í síðasta mánuði auk þess sem að liðið var dæmt úr leik í bikarnum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Knattspyrnustjórinn Rafael Benitez, sem tók við Real Madrid í sumar, hefur verið gagnrýndur fyrir að láta Real Madrid spila of varnarsinnaða knattspyrnu og þá hefur verið margsinnis fullyrt að þeim Benitez og Ronaldo semji illa. Hópur stuðningsmanna Real Madrid lét óánægju sína með Benitez í ljós með því að blístra á liðið í leiknum í gær en Ronaldo sagðist í viðtölum eftir leik ekki hafa tekið eftir því.Sjá einnig: Benitez öruggur hjá Real Madrid í bili „Ég veit ekki af hverju það ætti að vera eitthvað vandamál. Stuðningsmenn verða að fá að sýna þau viðbrögð sem þeir kjósa en þjálfarinn er að standa sig vel þrátt fyrir að vera enn að aðlagast Real Madrid. Þú verður að gefa honum tíma og að mínu mati er hann að standa sig vel.“ „Samband mitt við hann er gott og það sama á við um alla aðra leikmenn. Ég er með samning við Madrid og verð áfram,“ sagði hann enn fremur. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira
Cristiano Ronaldo segir eðlilegt að Rafael Benitez fá tíma til að aðlagast Real Madrid og gefur lítið fyrir gagnrýnisraddir sem hafa beinst að félaginu síðustu daga og vikur. Real vann í gær 8-0 stórsigur á Malmö í Meistaradeild Evrópu og Ronaldo bætti met með því að skora alls ellefu mörk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann skoraði fjögur í gær.Sjá einnig: Martröð fyrir Kára og félaga | Sjáið öll átta mörk Real Madrid Gagnrýnisraddir heyrast þó enn í spænsku höfuðborginni eftir að Real mátti sætta sig við tap gegn erkifjendunum í Barcelona á heimavelli í síðasta mánuði auk þess sem að liðið var dæmt úr leik í bikarnum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Knattspyrnustjórinn Rafael Benitez, sem tók við Real Madrid í sumar, hefur verið gagnrýndur fyrir að láta Real Madrid spila of varnarsinnaða knattspyrnu og þá hefur verið margsinnis fullyrt að þeim Benitez og Ronaldo semji illa. Hópur stuðningsmanna Real Madrid lét óánægju sína með Benitez í ljós með því að blístra á liðið í leiknum í gær en Ronaldo sagðist í viðtölum eftir leik ekki hafa tekið eftir því.Sjá einnig: Benitez öruggur hjá Real Madrid í bili „Ég veit ekki af hverju það ætti að vera eitthvað vandamál. Stuðningsmenn verða að fá að sýna þau viðbrögð sem þeir kjósa en þjálfarinn er að standa sig vel þrátt fyrir að vera enn að aðlagast Real Madrid. Þú verður að gefa honum tíma og að mínu mati er hann að standa sig vel.“ „Samband mitt við hann er gott og það sama á við um alla aðra leikmenn. Ég er með samning við Madrid og verð áfram,“ sagði hann enn fremur.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Sjá meira