Birta leyniskjal um uppbyggingu ríkis ISIS-samtakanna Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 15:43 Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS. Vísir/AFP Breska blaðið Guardian hefur birt skjal sem lýsir með hvaða hætti ISIS-samtökin hyggjast koma á starfandi ríki. Í skjalinu er fjallað um að börn skuli þjálfuð sem stríðsmenn, verslun, skóla- og heilbrigðismál. Skjalið er 24 síður að lengd, ber heitið „Viðmiðunarreglur vegna stjórnunar Ríkis íslam“ og er ætlað „embættismönnum“ sem hafa það verkefni að koma á kalífadæmi samtakanna í Sýrlandi og Írak. Í skjalinu er því lýst með hvaða hætti ISIS „eigi að efla völd sín með því að byggja upp stjórnsýslu með ólíkum einingum fyrir menntun, heilbrigðismál, verslun og fjármál.“Markmiðið að koma á ríki Tekið er á því hvernig ISIS eigi að þróa efnahagsstefnu til að innheimta skatta, stjórna olíu- og gasauðlindum og reisa verksmiðjur þannig að samtökin séu sjálfri sér næg fjárhagslega. Þá er fjallað um hvernig eigi að mynda tengsl við önnur ríki, hvernig áróðri skuli stjórnað og hvernig skapa skuli menningu þar sem vígamenn sem hafa komið erlendis frá og gengið til liðs fyrir ISIS, lifi við hlið innfæddra. Þá er tekið á því hvernig piltar skuli þjálfaðir sem stríðsmenn og til dæmis getað mannað vegatálma. Markmiðið sé að koma á ríki.Slæg, pólitísk samtökÍ frétt Guardian segir að verslunarmaður hafi lekið skjalinu og sýni að fremsta takmark samtakanna sé að koma á ríki. Sérfræðingar telja það viðvörun til Vesturlanda um að vanmeta ekki liðsmenn samtakanna og telja þá einungis ofbeldisfulla villimenn. Talið er að Egyptinn Abu Abdullah hafi skrifað textann í skjalinu um mitt ár 2014, fljótlega eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, lýsti yfir stofnun kaflífadæmisins. Charlie Winter, prófessor við Georgia State University, segir í samtali við Guardian að ljóst sé að samtökin séu slæg, pólitísk stofnun með mjög flókna innviði. Islamic State blueprint Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Malik og Farook komu til Chicago í júlí 2014 Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka. 8. desember 2015 13:29 Lýsti yfir hollustu við ISIS Tashfeen Malik, annar árásarmannana í skotárásinni í San Bernardino í Kaliforníu á miðvikudag lýsti yfir hollustu við leiðtoga ISIS áður en að skotárásin var framin. 4. desember 2015 17:07 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Þessi átta koma til greina sem maður ársins hjá TIME Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. 8. desember 2015 09:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Breska blaðið Guardian hefur birt skjal sem lýsir með hvaða hætti ISIS-samtökin hyggjast koma á starfandi ríki. Í skjalinu er fjallað um að börn skuli þjálfuð sem stríðsmenn, verslun, skóla- og heilbrigðismál. Skjalið er 24 síður að lengd, ber heitið „Viðmiðunarreglur vegna stjórnunar Ríkis íslam“ og er ætlað „embættismönnum“ sem hafa það verkefni að koma á kalífadæmi samtakanna í Sýrlandi og Írak. Í skjalinu er því lýst með hvaða hætti ISIS „eigi að efla völd sín með því að byggja upp stjórnsýslu með ólíkum einingum fyrir menntun, heilbrigðismál, verslun og fjármál.“Markmiðið að koma á ríki Tekið er á því hvernig ISIS eigi að þróa efnahagsstefnu til að innheimta skatta, stjórna olíu- og gasauðlindum og reisa verksmiðjur þannig að samtökin séu sjálfri sér næg fjárhagslega. Þá er fjallað um hvernig eigi að mynda tengsl við önnur ríki, hvernig áróðri skuli stjórnað og hvernig skapa skuli menningu þar sem vígamenn sem hafa komið erlendis frá og gengið til liðs fyrir ISIS, lifi við hlið innfæddra. Þá er tekið á því hvernig piltar skuli þjálfaðir sem stríðsmenn og til dæmis getað mannað vegatálma. Markmiðið sé að koma á ríki.Slæg, pólitísk samtökÍ frétt Guardian segir að verslunarmaður hafi lekið skjalinu og sýni að fremsta takmark samtakanna sé að koma á ríki. Sérfræðingar telja það viðvörun til Vesturlanda um að vanmeta ekki liðsmenn samtakanna og telja þá einungis ofbeldisfulla villimenn. Talið er að Egyptinn Abu Abdullah hafi skrifað textann í skjalinu um mitt ár 2014, fljótlega eftir að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, lýsti yfir stofnun kaflífadæmisins. Charlie Winter, prófessor við Georgia State University, segir í samtali við Guardian að ljóst sé að samtökin séu slæg, pólitísk stofnun með mjög flókna innviði. Islamic State blueprint
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Malik og Farook komu til Chicago í júlí 2014 Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka. 8. desember 2015 13:29 Lýsti yfir hollustu við ISIS Tashfeen Malik, annar árásarmannana í skotárásinni í San Bernardino í Kaliforníu á miðvikudag lýsti yfir hollustu við leiðtoga ISIS áður en að skotárásin var framin. 4. desember 2015 17:07 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Þessi átta koma til greina sem maður ársins hjá TIME Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. 8. desember 2015 09:51 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Malik og Farook komu til Chicago í júlí 2014 Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka. 8. desember 2015 13:29
Lýsti yfir hollustu við ISIS Tashfeen Malik, annar árásarmannana í skotárásinni í San Bernardino í Kaliforníu á miðvikudag lýsti yfir hollustu við leiðtoga ISIS áður en að skotárásin var framin. 4. desember 2015 17:07
Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24
Þessi átta koma til greina sem maður ársins hjá TIME Bandaríska tímaritið TIME hefur birt lista yfir þá átta sem koma til greina sem maður ársins fyrir árið í ár. 8. desember 2015 09:51