Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag Ólöf Skaftadóttir skrifar 7. desember 2015 12:41 Vísir/Vilhelm „Málið með Litla-Hraun og fangelsin öll er að þessar stofnanir eru algjörlega fjársveltar. Það sama á auðvitað við um Landspítalann og annað, en þetta var svona mín leið til þess að benda á hvernig er hægt að forgangsraða betur í samfélaginu,” segir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem lagði til á þingfundi á fimmtudag að Litla hraun yrði skráð sem nýtt trúfélag. „Þá mundi það örugglega fá betri tekjur en nú. Það væri kannski góð lausn á vandamálinu að skrá Litla-Hraun sem trúfélag þannig að þeim sem annt er um að þessi veikasti hópur samfélagsins fá viðeigandi þjónustu geti gert það beint með skattpeningum sínum,” sagði Ásta Guðrún í ræðu sinni á fimmtudag. Aðspurð segist hún hafa slegið þessu fram frekar í gamni heldur en af alvöru. „Brynhildur Pétursdóttir hafði þarna stuttu áður hafið umræðu um framlög til Þjóðkirkjunnar og kirkjujarðasamkomulagið og svo hef ég einnig verið að hugsa þetta með tilliti til Zúista,” útskýrir Ásta Guðrún. Ein helsta nýlundan sem trúfélagið Zúistar standa fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði. „Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." Trúmál Zuism Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
„Málið með Litla-Hraun og fangelsin öll er að þessar stofnanir eru algjörlega fjársveltar. Það sama á auðvitað við um Landspítalann og annað, en þetta var svona mín leið til þess að benda á hvernig er hægt að forgangsraða betur í samfélaginu,” segir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, sem lagði til á þingfundi á fimmtudag að Litla hraun yrði skráð sem nýtt trúfélag. „Þá mundi það örugglega fá betri tekjur en nú. Það væri kannski góð lausn á vandamálinu að skrá Litla-Hraun sem trúfélag þannig að þeim sem annt er um að þessi veikasti hópur samfélagsins fá viðeigandi þjónustu geti gert það beint með skattpeningum sínum,” sagði Ásta Guðrún í ræðu sinni á fimmtudag. Aðspurð segist hún hafa slegið þessu fram frekar í gamni heldur en af alvöru. „Brynhildur Pétursdóttir hafði þarna stuttu áður hafið umræðu um framlög til Þjóðkirkjunnar og kirkjujarðasamkomulagið og svo hef ég einnig verið að hugsa þetta með tilliti til Zúista,” útskýrir Ásta Guðrún. Ein helsta nýlundan sem trúfélagið Zúistar standa fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar, að frádregnum umsýslukostnaði. „Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu."
Trúmál Zuism Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira