Aðventan: Laufabrauðsgerðin ómissandi Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. desember 2015 13:30 Sölku Sól Visir/Ernir Laufabrauðsgerðin ómissandi Salka Sól Eyfeld söngkona „Aðalhefðin hjá mér fyrir jólin og það sem mér finnst líka skemmtilegast að gera með fjölskyldunni í desember er árleg laufabrauðsgerð,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld. Hún segir laufabrauðsgerð með fjölskyldunni vera ómissandi aðventuhefð en fyrir jól hittist um tuttugu fjölskyldumeðlimir og komi sér í hátíðarskap við laufabrauðsgerðina. „Frændfólk mitt kemur að norðan og við gerum laufabrauð í massavís og soðið brauð líka,“ segir hún. Laufabrauðið er skorið eftir kúnstarinnar reglum. „Við skerum laufabrauðið bæði með hjóli og handgert. Ég geri aldrei með hjóli, bara handgert og framleiði þess vegna ekki mikið,“ segir hún hlæjandi. „Svo er þessu deilt niður á alla og fólk borðar á jólunum.“Manuela er jólabarn og segist skreyta húsið sitt grimmt og fer alltaf á jólatónleika Baggalúts.Skreytir grimmt fyrir jólinManuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi „Undanfarið hefur skólastressið étið mig upp nánast alla aðventuna, en nú sér brátt fyrir endann á því,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi. Undanfarin ár hafa jólaprófin í Listaháskólanum tekið mikið af tíma hennar í desember en hún lætur það ekki á sig fá og passar að skreyta allt hátt og lágt. „Aðventukransinn er mikilvægur – og alltaf smá athöfn að kveikja á næsta kerti. Ég er rosalega mikið jólabarn og skreyti húsið mitt grimmt. Það er svo skemmtilegt og börnin eru hjartanlega sammála mér þar. Reyndar skreyti ég ekki bara húsið, heldur nánast allt í kringum mig – sjálfa mig meðtalda!“ Jólatónleikar Baggalúts eru líka föst hefð hjá mér á aðventunni, laufabrauðsgerð og sörubakstur – og svo skötuveislan á Þorláksmessu.“Aðventan hefst í jólabústaðÁslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi „Ég elska aðventuna. Hún er frábær,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi. Aðventan hefst úti á landi. „Í mörg ár hefur aðventan hafist á því að fjölskyldan fer í „jólabústað“ með stórfjölskyldu mannsins míns. Þar er spilað, bakað og föndrað, farið í göngutúra, heita pottinn og allt þar á milli. Yfirleitt eru fyrstu mandarínurnar með í för og alltaf alveg eðaljólahlaðborð í boði tengdó. Í kjölfarið eru allir komnir í jólaskapið,“ segir hún. Þegar heim er komið eru fjölskyldumeðlimir komnir í mikið jólaskap. „Þetta leiðir auðvitað af sér að fyrstu skreytingarnar heima fara upp um leið og heim er komið. Á aðventunni eiga nokkrir mér nákomnir afmæli og því hafa tilheyrandi jólaafmælisboð sett mikinn svip á þennan tíma. Að öðru leyti reynum við að koma inn eins mörgum letistundum og hægt er. Að velja jólagjafir er líka stórskemmtilegt, við höfum yfirleitt safnað saman ýmsu dóti sem við eigum og höldum að einhverjir aðrir vilji frekar eiga, svo kaupum við ýmsa hluti sem okkur finnast fagrir eða skemmtilegir.Við vitum ekkert hverjir eiga að fá þá fyrr en pakkað er inn rétt fyrir jól. En þá er mesta fjörið að tengja hlutina við fólkið sem á að fá þá,“ segir hún. Það er síðan fjölmennt á jólunum hjá Áslaugu. „Á aðfangadag erum við með fjölda manns í mat, bæði fjölskyldu og oft vini. Nú er svo komið að ekki er hægt að afgreiða pakka á hefðbundinn hátt, því opnum við þá reglulega frá því boðið hefst og á meðan á borðhaldi stendur. Góð aðferð til þess að njóta enn betur. Mikið hlakka ég til!“ Helstu hefðirnar snúast um mat hjá Karli, fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem er stórviðburður á aðventunni. Visir/ErnirFjölskyldan í samstæðum jólanáttfötumKarl Sigurðsson söngvari „Fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem verða fyrirferðarmeiri með hverju árinu, þá snúast náttúrlega helstu hefðir um mat,“ segir Karl Sigurðsson Baggalútur með meiru sem hefur í nægu að snúast fyrir jólin. Vinsældir jólatónleika Baggalúts hafa aukist með hverju árinu en Karl á sér aðrar fastar hefðir en að syngja á jólatónleikum fyrir jólin. „Ég fer í laufabrauðsgerð hjá fjölskyldu Tobbu og er orðinn ansi lunkinn að steikja. Svo reyni ég að komast í skötu á Þorláksmessu og að hitta matarklúbbinn minn í hádegismat 3ja í jólum.“ Hann þarf ekki að stressa sig á jólainnkaupunum í ár. „Í desember er svo málið að njóta þess að vera búinn að öllu, þ.e. að njóta þess að Tobba er búin að fara til Boston í nóvember og klára öll jólagjafainnkaupin fyrir okkur. Eftir síðustu ferð varð reyndar til ný hefð sem snýst um að fjölskyldan fær samstæð jólanáttföt. Sjáum hvort sú hefð lifi ekki bara áfram næstu árin.“ Jólafréttir Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira
Laufabrauðsgerðin ómissandi Salka Sól Eyfeld söngkona „Aðalhefðin hjá mér fyrir jólin og það sem mér finnst líka skemmtilegast að gera með fjölskyldunni í desember er árleg laufabrauðsgerð,“ segir söngkonan Salka Sól Eyfeld. Hún segir laufabrauðsgerð með fjölskyldunni vera ómissandi aðventuhefð en fyrir jól hittist um tuttugu fjölskyldumeðlimir og komi sér í hátíðarskap við laufabrauðsgerðina. „Frændfólk mitt kemur að norðan og við gerum laufabrauð í massavís og soðið brauð líka,“ segir hún. Laufabrauðið er skorið eftir kúnstarinnar reglum. „Við skerum laufabrauðið bæði með hjóli og handgert. Ég geri aldrei með hjóli, bara handgert og framleiði þess vegna ekki mikið,“ segir hún hlæjandi. „Svo er þessu deilt niður á alla og fólk borðar á jólunum.“Manuela er jólabarn og segist skreyta húsið sitt grimmt og fer alltaf á jólatónleika Baggalúts.Skreytir grimmt fyrir jólinManuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi „Undanfarið hefur skólastressið étið mig upp nánast alla aðventuna, en nú sér brátt fyrir endann á því,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir fatahönnunarnemi. Undanfarin ár hafa jólaprófin í Listaháskólanum tekið mikið af tíma hennar í desember en hún lætur það ekki á sig fá og passar að skreyta allt hátt og lágt. „Aðventukransinn er mikilvægur – og alltaf smá athöfn að kveikja á næsta kerti. Ég er rosalega mikið jólabarn og skreyti húsið mitt grimmt. Það er svo skemmtilegt og börnin eru hjartanlega sammála mér þar. Reyndar skreyti ég ekki bara húsið, heldur nánast allt í kringum mig – sjálfa mig meðtalda!“ Jólatónleikar Baggalúts eru líka föst hefð hjá mér á aðventunni, laufabrauðsgerð og sörubakstur – og svo skötuveislan á Þorláksmessu.“Aðventan hefst í jólabústaðÁslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi „Ég elska aðventuna. Hún er frábær,“ segir Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi. Aðventan hefst úti á landi. „Í mörg ár hefur aðventan hafist á því að fjölskyldan fer í „jólabústað“ með stórfjölskyldu mannsins míns. Þar er spilað, bakað og föndrað, farið í göngutúra, heita pottinn og allt þar á milli. Yfirleitt eru fyrstu mandarínurnar með í för og alltaf alveg eðaljólahlaðborð í boði tengdó. Í kjölfarið eru allir komnir í jólaskapið,“ segir hún. Þegar heim er komið eru fjölskyldumeðlimir komnir í mikið jólaskap. „Þetta leiðir auðvitað af sér að fyrstu skreytingarnar heima fara upp um leið og heim er komið. Á aðventunni eiga nokkrir mér nákomnir afmæli og því hafa tilheyrandi jólaafmælisboð sett mikinn svip á þennan tíma. Að öðru leyti reynum við að koma inn eins mörgum letistundum og hægt er. Að velja jólagjafir er líka stórskemmtilegt, við höfum yfirleitt safnað saman ýmsu dóti sem við eigum og höldum að einhverjir aðrir vilji frekar eiga, svo kaupum við ýmsa hluti sem okkur finnast fagrir eða skemmtilegir.Við vitum ekkert hverjir eiga að fá þá fyrr en pakkað er inn rétt fyrir jól. En þá er mesta fjörið að tengja hlutina við fólkið sem á að fá þá,“ segir hún. Það er síðan fjölmennt á jólunum hjá Áslaugu. „Á aðfangadag erum við með fjölda manns í mat, bæði fjölskyldu og oft vini. Nú er svo komið að ekki er hægt að afgreiða pakka á hefðbundinn hátt, því opnum við þá reglulega frá því boðið hefst og á meðan á borðhaldi stendur. Góð aðferð til þess að njóta enn betur. Mikið hlakka ég til!“ Helstu hefðirnar snúast um mat hjá Karli, fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem er stórviðburður á aðventunni. Visir/ErnirFjölskyldan í samstæðum jólanáttfötumKarl Sigurðsson söngvari „Fyrir utan jólatónleika Baggalúts sem verða fyrirferðarmeiri með hverju árinu, þá snúast náttúrlega helstu hefðir um mat,“ segir Karl Sigurðsson Baggalútur með meiru sem hefur í nægu að snúast fyrir jólin. Vinsældir jólatónleika Baggalúts hafa aukist með hverju árinu en Karl á sér aðrar fastar hefðir en að syngja á jólatónleikum fyrir jólin. „Ég fer í laufabrauðsgerð hjá fjölskyldu Tobbu og er orðinn ansi lunkinn að steikja. Svo reyni ég að komast í skötu á Þorláksmessu og að hitta matarklúbbinn minn í hádegismat 3ja í jólum.“ Hann þarf ekki að stressa sig á jólainnkaupunum í ár. „Í desember er svo málið að njóta þess að vera búinn að öllu, þ.e. að njóta þess að Tobba er búin að fara til Boston í nóvember og klára öll jólagjafainnkaupin fyrir okkur. Eftir síðustu ferð varð reyndar til ný hefð sem snýst um að fjölskyldan fær samstæð jólanáttföt. Sjáum hvort sú hefð lifi ekki bara áfram næstu árin.“
Jólafréttir Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Hver er uppáhalds bókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Sjá meira