Helgi: Þeir eru ekkert betri en ég Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2015 15:20 Helgi Sveinsson tók við viðurkenningu sinni úr hendi Sveins Áka Lúðvíkssonar, formanns ÍF. Vísir/Vilhelm Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“ Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira
Helgi Sveinsson, spjótkastari, var í dag valinn íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Helgi hlýtur þá útnefningu en hann náði frábærum árangri á árinu þar sem hann bætti meðal annars heimsmetið í grein sinni. „Það er toppurinn að vera valinn íþróttamaður ársins og alveg ótrúlega gaman,“ segir Helgi, glaður í bragði, í eftir hófið í dag. Hann segist vera ánægður með árið.Sjá einnig: Thelma Björg og Helgi valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum „Ég setti heimsmet og náði þriðja sæti á HM þegar það var keppt í sameiginlegum flokki í fyrsta sinn. Það gekk í raun flest það sem maður var búinn að setja upp,“ segir Helgi sem keppir í fötlunarflokki F42 en aflima þurfti vinstri fót hans ofan við hné á unglingsárum. „Draumamarkmiðið var að kasta yfir 60 m en það er erfitt að hafa ákveðna tölu í huga. Þetta kemur bara þegar það kemur,“ bætir Helgi við. „En ég finn það vel að ég á meira inni og það verður gaman að sjá hvernig framhaldið verður hjá mér.“Helgi á HM í Katar á þessu ári.Vísir/GettyÆfa aðeins meira og vinna þá Heimsmet hans í greininni er 57,36 m og trónir hann í efsta sæti heimslistans í sínum fötlunarflokki. hann en heimsmet hans er 57,36 m. En á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum var í fyrsta sinn keppt í sameinuðum flokki með F43 og F44 en úr þeim flokkum eru keppendur sem eru minna fatlaðir en Helgi. „Ég er bara búinn að sjá það að þeir eru ekkert betri en ég,“ segir hann og brosir. „Þá er það bara að æfa aðeins meira og vinna þá.“ „Það er jákvæð hvatning fyrir mig að keppa við þá. Nú langar mig bara ennþá meira til að vinna þá og þá setur maður bara aðeins meira í það.“Helgi og Thelma Björg Björnsdóttir eru íþróttamaður- og kona ársins.Vísir/DaníelÆtlaði að hætta á næsta ári Ekki er enn staðfest hverjir muni keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í haust en líklegt er að Helgi verði þar á meðal. Helgi er 36 ára og byrjaði að keppa fyrir aðeins nokkrum árum síðan. Hann hefur engu að síður náð glæsilegum árangri á stuttum ferli - hann varð fimmti á Ólympíumóti fatlaðra í Lundúnum 2012, heimsmeistari 2013, Evrópumeistari 2014 og vann brons á HM á þessu ári sem fyrr segir. „Árið 2012 sagði ég að ég ætlaði að keppa til 2016. En nú langar mig að halda áfram fram yfir 2020. Það er leynt markmið hjá mér en ég ætla að sjá til hvernig skrokkurinn verður og tilfinningin hjá mér.“ Spjótkastarar hafa þó enst lengi í sinni íþrótt og Helgi vonast til að það eigi líka við um sig. „Þar að auki eru menn oft langlífir í íþróttum fatlaðra og við skulum bara sjá hvað gerist.“
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Sjá meira