Sænska ríkisstjórnin reiðubúin að loka Eyrarsundsbrúnni Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2015 11:58 Eyrarsundsbrúin tengir saman Kaupmannahöfn og Malmö. Vísir/Getty Hert eftirlit sænsku lögreglunnar sem boðað er í rútum og lestum sem fara yfir Eyrarsundsbrúna hefur sætt mikilli gagnrýni. Sænska ríkisstjórnin virðist þó reiðubúin að ganga mun lengra til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins með því að eiga möguleika á að loka Eyrarsundsbrúnni. Þetta kemur fram í drögum að lagabreytingum ríkisstjórnarinnar sem Dagens Industri segir frá. Lestarfélagið SJ hefur greint stjórnvöldum frá því að allri lestarumferð yfir brúna verði stöðvuð, verði eftirlitið tekið upp. Sömuleiðis varar Skånetrafiken, sem sér um reglulegar lestarferðir milli Sjálands og Skánar, við að um klukkustunda seinkun gæti orðið á ferðum. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar kemur fram að nokkuð hafi dregið úr flóttamannastraumnum til Svíþjóðar eftir að landamæraeftirlit var tekið upp. Það dugi þó ekki til. Segir að fjöldi hælisumsókna sé enn slíkur að það kunni að vera ógn við almannaheill og innra öryggi í landinu. Lagabreytingarnar, sem eiga að gilda í þrjú ár, heimila yfirvöldum ekki einungis að herða eftirlit í rútum, lestum og ferjum, heldur einnig að loka vegum og brúum. Þúsundir flóttamanna hafa komið til Svíþjóðar um Eyrarsundsbrúna síðustu mánuði. „Eyrarsundsbrúnin er ein af mikilvægustu og umferðarþyngstu tengingunum við annað land, Danmörk. Tímabundin lokun á brúnni kann að vera enn ein aðgerð til að minnka áhættu að mikill straumur hælisleitenda ógni almannaheill og innra öryggi,“ segir í greinargerðinni. Flóttamenn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Hert eftirlit sænsku lögreglunnar sem boðað er í rútum og lestum sem fara yfir Eyrarsundsbrúna hefur sætt mikilli gagnrýni. Sænska ríkisstjórnin virðist þó reiðubúin að ganga mun lengra til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins með því að eiga möguleika á að loka Eyrarsundsbrúnni. Þetta kemur fram í drögum að lagabreytingum ríkisstjórnarinnar sem Dagens Industri segir frá. Lestarfélagið SJ hefur greint stjórnvöldum frá því að allri lestarumferð yfir brúna verði stöðvuð, verði eftirlitið tekið upp. Sömuleiðis varar Skånetrafiken, sem sér um reglulegar lestarferðir milli Sjálands og Skánar, við að um klukkustunda seinkun gæti orðið á ferðum. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar kemur fram að nokkuð hafi dregið úr flóttamannastraumnum til Svíþjóðar eftir að landamæraeftirlit var tekið upp. Það dugi þó ekki til. Segir að fjöldi hælisumsókna sé enn slíkur að það kunni að vera ógn við almannaheill og innra öryggi í landinu. Lagabreytingarnar, sem eiga að gilda í þrjú ár, heimila yfirvöldum ekki einungis að herða eftirlit í rútum, lestum og ferjum, heldur einnig að loka vegum og brúum. Þúsundir flóttamanna hafa komið til Svíþjóðar um Eyrarsundsbrúna síðustu mánuði. „Eyrarsundsbrúnin er ein af mikilvægustu og umferðarþyngstu tengingunum við annað land, Danmörk. Tímabundin lokun á brúnni kann að vera enn ein aðgerð til að minnka áhættu að mikill straumur hælisleitenda ógni almannaheill og innra öryggi,“ segir í greinargerðinni.
Flóttamenn Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira