Hvetur Pútín og Erdogan til að halda friðinn og horfa á sameiginlegan óvin Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2015 07:00 Barack Obama á lotfslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Fréttablaðið/EPA Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Rússa og Tyrki til þess að halda friðinn og draga úr þeirri spennu sem verið hefur milli ríkjanna eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu. „Við eigum okkur sameiginlegan óvin,“ sagði Obama í ávarpi, sem hann flutti á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í gær, og átti þar við „Íslamska ríkið“, samtök vígamanna sem hreiðrað hafa um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Ég vil tryggja að við einbeitum okkur að þeirri hættu,“ sagði Obama. Vladimír Pútín notaði sama vettvang á mánudaginn til að saka Tyrki um að hafa skotið niður rússnesku herþotuna til að verja eigin hagsmuni af olíuviðskiptum við vígasveitir Íslamska ríkisins. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mótmælir harðlega fullyrðingum Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að tilgangur Tyrkja með því að skjóta niður rússneska herþotu hafi verið að verja olíuviðskipti sín við Íslamska ríkið. Segir hann að Rússar geti ekki slengt þessu fram án þess að leggja fram sannanir: „Við erum ekki svo óheiðarlegir að kaupa olíu frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Erdogan. „Ef það sannast að við höfum í raun gert það, þá mun ég segja af mér.“ Erdogan ítrekar hins vegar gagnrýni sína á loftárásir Rússa á uppreisnarsveitir Túrkmena í norðvesturhluta Sýrlands. Túrkmenar eru skyldir Tyrkjum og njóta óskoraðs stuðnings Tyrklandsstjórnar. Þeir Obama, Pútín og Erdogan hafa allir tekið þátt í ráðstefnunni í París ásamt flestum öðrum þjóðarleiðtogum heims. Loftslagsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hvetur Rússa og Tyrki til þess að halda friðinn og draga úr þeirri spennu sem verið hefur milli ríkjanna eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu. „Við eigum okkur sameiginlegan óvin,“ sagði Obama í ávarpi, sem hann flutti á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í gær, og átti þar við „Íslamska ríkið“, samtök vígamanna sem hreiðrað hafa um sig í Sýrlandi, Írak og víðar. „Ég vil tryggja að við einbeitum okkur að þeirri hættu,“ sagði Obama. Vladimír Pútín notaði sama vettvang á mánudaginn til að saka Tyrki um að hafa skotið niður rússnesku herþotuna til að verja eigin hagsmuni af olíuviðskiptum við vígasveitir Íslamska ríkisins. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mótmælir harðlega fullyrðingum Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um að tilgangur Tyrkja með því að skjóta niður rússneska herþotu hafi verið að verja olíuviðskipti sín við Íslamska ríkið. Segir hann að Rússar geti ekki slengt þessu fram án þess að leggja fram sannanir: „Við erum ekki svo óheiðarlegir að kaupa olíu frá hryðjuverkamönnum,“ sagði Erdogan. „Ef það sannast að við höfum í raun gert það, þá mun ég segja af mér.“ Erdogan ítrekar hins vegar gagnrýni sína á loftárásir Rússa á uppreisnarsveitir Túrkmena í norðvesturhluta Sýrlands. Túrkmenar eru skyldir Tyrkjum og njóta óskoraðs stuðnings Tyrklandsstjórnar. Þeir Obama, Pútín og Erdogan hafa allir tekið þátt í ráðstefnunni í París ásamt flestum öðrum þjóðarleiðtogum heims.
Loftslagsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila