Rannveig vongóð um að sátt náist í tæka tíð Þórhildur Þorkelsdóttir. skrifar 1. desember 2015 21:00 Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, á Íslandi er vongóð um að samnningar við starfsmenn náist áður en allsherjarverkfall þeirra hefst á miðnætti. Fundað hefur verið með óformlegum hætti í allan dag og funda samninganefndinar nú hjá ríkissáttasemjara, þó ekki með formlegum hætti. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík hefur verið í hnút í margar vikur, en síðasti formlegi samningafundur í deilunni var í gær og var stóð aðeins yfir í tæpa klukkustund. Fréttastofa ræddi í dag við fjölda starfsmanna Álversins og voru þeir flestir sammála um að hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Enginn þeirra vildi aftur á móti koma í viðtal af ótta við að missa vinnuna. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum. Deilan snýst að mestu leyti um aukna heimild Rio Tinto til verktöku, en Rannveig Rist, forstjóri fyrirtækisins, segir það ekki ætla að draga í land með þær kröfur. „Það er aðalmarkmiðið hjá okkur að reyna að semja og við erum enn að reyna að ná samningum. Við erum búin að vera í óformlegum viðræðum og erum líka að ræða saman innbyrðis hér, hvað er hægt að gera og hvernig sé hægt að nálgast þessa stöðu“ segir Rannveig. Mikil óvissa ríkir um framtíð álversins, verði af fyrirhuguðu verkfalli starfsmanna. Ekki verður þó slökkt á öllum kerunum fyrr en 16 desember, en komi til þess eru líkur á að fyrirtækið loki til frambúðar. Rannveig vísar á bug ásökunum um að búið hafi verið að ákveða að loka álverinu hér á landi áður en til deilunnar kom. Fái hún einhverju ráðið sé fyrirtækið ekki á förum. „Við erum að miða við það að sitja við sama borð og önnur fyrirtæki. Þessar kröfur eru sanngjarnar og eðlilegar og okkur munar um allt. Við erum búin að bjóða það sama og á almennum markaði, tugprósenta hækkanir, bónusa og ýmislegt fleira auk þess að vera nýlega búin að fjárfesta hér á landi fyrir tugi milljarða, þannig að við erum ekki á förum,“ segir Rannveig Rist.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira