Tugir mála vegna ærumeiðinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir tugi mála á sínu borði vegna ærumeiðandi ummæla sem hafi fallið á netinu. Nordicphotos/getty Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“ Hlíðamálið Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“
Hlíðamálið Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira