Lesið upp á Gljúfrasteini Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2015 16:15 Óskar Árni Óskarsson skáld og rithöfundur les upp að Gljúfrasteini á morgun ásamt fleirum. Lesið verður úr nýjum bókum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Það er síðasti aðventuupplestur þessa árs í húsi skáldsins. Fjórir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum. Kristín Svava Tómasdóttir les upp úr ljóðabók sinni Stormviðvörun. Bókin er þriðja ljóðabók hennar. Óskar Árni Óskarsson les úr Blýenglinum. Titillinn á bókinni og samnefndu ljóði í henni varð til eftir að höfundur var á gangi eftir Meistaravöllum eitt rigningarsíðdegi um haust og fann þá lítinn blýengil á gangstéttinni. Ólafur Ingi Jónsson les úr bókinni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp. Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Í bókinni er farið yfir feril Nínu, líf hennar og list en hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl. Ritstjórar bókarinnar eru Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. Eins og mörgum er kunnugt þá voru Auður Laxness og Nína miklar vinkonur og mörg verk eftir Nínu prýða Gljúfrastein. Ólafur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Syndaranum. Bókin er fjölskyldusaga sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012. Upplesturinn hefst stundvíslega klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis. Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lesið verður úr nýjum bókum á Gljúfrasteini á morgun, sunnudag. Það er síðasti aðventuupplestur þessa árs í húsi skáldsins. Fjórir rithöfundar lesa upp úr verkum sínum. Kristín Svava Tómasdóttir les upp úr ljóðabók sinni Stormviðvörun. Bókin er þriðja ljóðabók hennar. Óskar Árni Óskarsson les úr Blýenglinum. Titillinn á bókinni og samnefndu ljóði í henni varð til eftir að höfundur var á gangi eftir Meistaravöllum eitt rigningarsíðdegi um haust og fann þá lítinn blýengil á gangstéttinni. Ólafur Ingi Jónsson les úr bókinni Nína Tryggvadóttir – Ljóðvarp. Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands. Í bókinni er farið yfir feril Nínu, líf hennar og list en hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl. Ritstjórar bókarinnar eru Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. Eins og mörgum er kunnugt þá voru Auður Laxness og Nína miklar vinkonur og mörg verk eftir Nínu prýða Gljúfrastein. Ólafur Gunnarsson les úr skáldsögu sinni Syndaranum. Bókin er fjölskyldusaga sem gerist á seinustu áratugum síðustu aldar og er sjálfstætt framhald Málarans sem kom út árið 2012. Upplesturinn hefst stundvíslega klukkan 16.00 og er aðgangur ókeypis.
Menning Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira