Líkur á hvítum jólum um land allt Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2015 11:25 Allar líkur eru á hvítum jólum um land allt, gangi spár eftir. Vísir Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost. Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost.
Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11