Öll gögn Albananna eru komin í hendur Alþingis Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. desember 2015 06:00 Arjan mun eins og Kevi landi hans þurfa undanþágu frá reglum um sjúkratryggingar til að fá viðeigandi læknishjálp komi hann til Íslands. Mynd/Stöð2 Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. Hermann Ragnarsson, sem hefur lagt fjölskyldunni lið, segir albanskan þingmann greiða götu þeirra svo þau komist sem fyrst með Kevi til Íslands. „Albanskur þingmaður aðstoðar Pepoj-fjölskylduna við að afla gagnanna eins fljótt og kostur er til að þau komist sem fyrst til landsins. Nú eru öll gögn komin til allsherjarnefndar til vinnslu,“ segir Hermann og staðfestir með því að umsókn fyrir fjölskylduna hafi verið lögð fram. Einnig hefur verið lögð umsókn fyrir Phellumb-fjölskylduna og drenginn Arjan sem glímir við hjartveiki.Allt kapp er lagt á að fara yfir umsóknir um ríkisborgararétt áður en kemur að jólafríi.vísir/vilhelmUmsóknir um ríkisborgararétt sem allsherjarnefnd Alþingis fjallar nú um eru 62 en þær varða fleiri einstaklinga þar sem ð hver umsókn getur varðað einstakling og börn hans. Í framhaldinu gerir allsherjarnefnd tillögu að frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Tíminn er að verða naumur en talið er áríðandi að frumvarpið verði afgreitt fyrir jólafrí Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, segist gera ráð fyrir því að frumvarpið verði lagt fram fljótlega. Þótt báðar albönsku fjölskyldurnar gætu fengið ríkisborgararétt fyrir jól þarf að greiða úr ýmsum flækjum varðandi komu þeirra til landsins. Mikilvægt er að drengirnir tveir, Kevi og Arjan, fái heilbrigðisþjónustu. Nýir ríkisborgarar eru hins vegar undanskildir sjúkratryggingum fyrstu sex mánuðina eftir komu, eða endurkomu til Íslands. Sjúkratryggingastofnun er heimilt að ákveða samkvæmt umsókn að einstaklingur sem sjúkratryggður er samkvæmt lögunum sé áfram sjúkratryggður hafi hann dvalið erlendis í námi eða atvinnu en ströng skilyrði eru sett um búsetu á Íslandi áður. Því er ljóst að eins konar undanþágu þarf frá reglum um sjúkratryggingar. Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Vonar að albönsku fjölskyldurnar komi aftur fyrir áramót Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðasta fimmtudag hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt, í stað þess að sækja um hæli. Vinur fjölskyldnanna vonar að málið verði afgreitt hratt og að þær komi aftur hingað til lands fyrir áramótin. 14. desember 2015 19:00 Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Sýndu samstöðu á Austurvelli: Megum ekki bregðast veikum börnum sem hingað koma Albönsku fjölskyldunum tveimur sem vísað var úr landi í síðustu viku var sýndur stuðningur á Austurvelli í kvöld. 15. desember 2015 18:04 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Pepoj-fjölskyldan er stödd úti í Skode í Albaníu og er afskaplega fegin stuðningi sem hún hefur fengið frá íslensku samfélagi. Til að komast til Íslands aftur hefur hún þurft að afla gagna, svo sem sakavottorða, hjúskaparvottorðs og fæðingarvottorða. Hermann Ragnarsson, sem hefur lagt fjölskyldunni lið, segir albanskan þingmann greiða götu þeirra svo þau komist sem fyrst með Kevi til Íslands. „Albanskur þingmaður aðstoðar Pepoj-fjölskylduna við að afla gagnanna eins fljótt og kostur er til að þau komist sem fyrst til landsins. Nú eru öll gögn komin til allsherjarnefndar til vinnslu,“ segir Hermann og staðfestir með því að umsókn fyrir fjölskylduna hafi verið lögð fram. Einnig hefur verið lögð umsókn fyrir Phellumb-fjölskylduna og drenginn Arjan sem glímir við hjartveiki.Allt kapp er lagt á að fara yfir umsóknir um ríkisborgararétt áður en kemur að jólafríi.vísir/vilhelmUmsóknir um ríkisborgararétt sem allsherjarnefnd Alþingis fjallar nú um eru 62 en þær varða fleiri einstaklinga þar sem ð hver umsókn getur varðað einstakling og börn hans. Í framhaldinu gerir allsherjarnefnd tillögu að frumvarpi til laga um veitingu ríkisborgararéttar. Tíminn er að verða naumur en talið er áríðandi að frumvarpið verði afgreitt fyrir jólafrí Alþingis. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, segist gera ráð fyrir því að frumvarpið verði lagt fram fljótlega. Þótt báðar albönsku fjölskyldurnar gætu fengið ríkisborgararétt fyrir jól þarf að greiða úr ýmsum flækjum varðandi komu þeirra til landsins. Mikilvægt er að drengirnir tveir, Kevi og Arjan, fái heilbrigðisþjónustu. Nýir ríkisborgarar eru hins vegar undanskildir sjúkratryggingum fyrstu sex mánuðina eftir komu, eða endurkomu til Íslands. Sjúkratryggingastofnun er heimilt að ákveða samkvæmt umsókn að einstaklingur sem sjúkratryggður er samkvæmt lögunum sé áfram sjúkratryggður hafi hann dvalið erlendis í námi eða atvinnu en ströng skilyrði eru sett um búsetu á Íslandi áður. Því er ljóst að eins konar undanþágu þarf frá reglum um sjúkratryggingar.
Alþingi Flóttamenn Tengdar fréttir Vonar að albönsku fjölskyldurnar komi aftur fyrir áramót Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðasta fimmtudag hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt, í stað þess að sækja um hæli. Vinur fjölskyldnanna vonar að málið verði afgreitt hratt og að þær komi aftur hingað til lands fyrir áramótin. 14. desember 2015 19:00 Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Sýndu samstöðu á Austurvelli: Megum ekki bregðast veikum börnum sem hingað koma Albönsku fjölskyldunum tveimur sem vísað var úr landi í síðustu viku var sýndur stuðningur á Austurvelli í kvöld. 15. desember 2015 18:04 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Vonar að albönsku fjölskyldurnar komi aftur fyrir áramót Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðasta fimmtudag hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt, í stað þess að sækja um hæli. Vinur fjölskyldnanna vonar að málið verði afgreitt hratt og að þær komi aftur hingað til lands fyrir áramótin. 14. desember 2015 19:00
Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00
Sýndu samstöðu á Austurvelli: Megum ekki bregðast veikum börnum sem hingað koma Albönsku fjölskyldunum tveimur sem vísað var úr landi í síðustu viku var sýndur stuðningur á Austurvelli í kvöld. 15. desember 2015 18:04