Putin segir Tyrki hafa ákveðið að „sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2015 14:01 Vladimir Putin, forseti Rússlands, á blaðamannafundinum í dag. Visir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan. Donald Trump Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, segir að Rússar séu tilbúnir til að bæta samskipti sín við Bandaríkin og vinna með hverjum þeirra sem kosinn verður til forseta á næsta ári. Hann sagði viðræður sínar við John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í vikunni hafa sýnt fram á að yfirvöld í Washington séu einnig reiðubúin til samstarfs. Hann sagðist hins vegar ekki sjá að mögulegt væri að bæta samskipti Rússlands og Tyrklands, á meðan núverandi leiðtogar Tyrklands væru við völd. Putin virtist reiður þegar hann ræddi um það að Tyrkir hafi skotið niður rússneska sprengjuflugvél í síðasta mánuði og sagðist ekki skilja að Tyrkir hafi ekki strax haft samband við Moskvu og útskýrt atvikið. Þess í stað hafi þeir falið sig undir pilsfaldi NATO. „Tyrkir hafa ákváðu að sleikja Bandaríkjamenn á tilteknum stað,“ sagði Putin.Viðurkenndi aðstoð Rússa við aðskilnaðarsinnaPutin þvertók fyrir að yfirvöld Rússlands hefðu nokkurn tímann neitað því að rússneskir hermenn væru meðal aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann viðurkenndi þó ekki að þar væru hefðbundnir hermenn að störfum en sagði að Rússar hefðu „framkvæmt einhver hernaðarleg verkefni“ þar. Yfirvöld Rússlands hafa margsinnis neitað því að hermenn þeirra hafi verið í Úkraínu. Sama gerðu þeir á Krímskaga, en viðurkenndu þó eftir á að hermenn hefðu verið sendir þangað. Hann sagði einnig að stjórnvöld hans væru tilbúin til að þrýsta á aðskilnaðarsinna til að reyna að finna málamiðlun svo hægt væri að stilla til friðar á svæðinu. Þá gerir hann ráð fyrir því að efnahagssamband Rússlands og Úkraínu muni versna, en að Rússar muni ekki beita Úkraínu þvingunum vegna fríverslunarsamnings þeirra við Evrópusambandið.Putin sagði að efnahagur Rússlands bæri þess merki að hann myndi rétta úr kútnum, þrátt fyrir lækkandi olíuverð. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er reiknað með því að efnahagur Rússlands muni hafa minnkað um 3,8 prósent í lok þessa árs. Þá hafa meðallaun lækkað í Rússlandi, í fyrsta sinn frá því að Putin var kosinn fyrst árið 2000.Trump fremstur meðal forsetaframbjóðendaForsetinn sagðist telja að Donald Trump vera fremstan meðal forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum og að hann væri einfaldlega hæfileikarík manneskja. Hann fagnaði því að Trump hefði sagst vilja bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. „Hann er án gáfaður og hæfileikaríkur. Hann er alger leiðtogi forsetaframbjóðendanna,“ sagði Putin. Þá sagði Putin einnig að Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, ætti að fá friðarverðlaun Nóbels. Blatter var vikið úr starfi vegna fjölmargra ásakana um spillingu. Putin sagði að Blatter hafði lagt mikið til mannréttinda um heim allan.
Donald Trump Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira