Talið að Justin Bieber muni staldra við Kjartan Atli Kjartansson skrifar 16. desember 2015 07:30 Justin Bieber heldur tónleika 9. september í Kórnum. vísir Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. Þegar dagsetningar á tónleikaferðalagi hans eru skoðaðar kemur í ljós að langur tími líður frá tónleikum hans í Kórnum og þeirra næstu á eftir, sem verða í Berlín. Eftir þá tónleika tekur við tæplega tveggja mánaða keyrsla á milli evrópskra borga, þar sem sjaldan líða meira en tveir dagar á milli tónleika. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra.Sölupunktur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hluti af sölupunkti íslenskra tónleikahaldara, að tónlistarmenn geti staldrað lengur hér á landi en annarsstaðar og fengi góða aðstöðu til æfinga. Þetta var meðal annars fyrirkomulagið þegar bandaríska stórsveitin Eagles kom hingað til landsins 2011. Þá gátu meðlimir sveitarinnar æft í Laugardalshöllinni í nokkra daga, þar sem tónleikarnir fóru svo fram. Þetta er eftirsóknarvert fyrir tónlistarmenn; að fá að æfa í höllum og leikvöngum, þar sem búið er að setja allar þær græjur upp sem nota á við tónleikahaldið. Erlendis getur reynst erfitt að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag, sökum þess hve mikil ásókn er í tónleikahallir stórborganna.Æfir vel Bieber er þekktur fyrir að leggja mikið upp úr því að æfa vel fyrir tónleika sína. Tónleikaferðalagið á næsta ári, sem hann kallar Purpose World Tour, hefst í Bandaríkjunum í mars og mun Bieber ferðast um landið þvert og endilangt þar til í júlí. Þá tekur hann sér gott frí og byrjar svo aftur í Kópavogi í september.Sjá einnig: Svona eru verðin og verðsvæðin Þetta verður fyrsta tónleikaferðalag Bieber síðan 2013, en þá var hann á hinum svokallaða Believe-túr. Hann hófst í Glendale í Bandaríkjunum og æfði Bieber stíft í höllinni þar í borg fyrir tónleikana. Hann tók þrjú rennsli á tónleikunum, með öllu tilheyrandi, síðustu tvo sólarhringana áður en hann steig á svið fyrir framan áhorfendur. Eins og frægt er orðið kastaði stjarnan upp á þeim tónleikum, en kláraði þá af krafti. Sumir röktu magakveisuna til álags og því er líklegt að stjarnan taki sér meiri tíma í rennslin fyrir þetta tónleikaferðalag.Kórinn bókaðurEkki hefur tekist að staðfesta það fyllilega að Bieber ætli að dvelja hér á landi í góðan tíma fyrir og eftir tónleikana, en þó hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis. Talið er að Bieber muni nýta sér aðstöðuna í Kórnum og æfa vel áður en haldið verður til meginlands Evrópu. Bókanir á Kórnum renna stoðum undir það, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir lengri leigutíma á húsnæðinu en þegar Justin Timberlake kom hingað til lands. Dagsetningar á tónleikum Bieber í Evrópu og annáluð aðdáun hans á landinu rennir stoðum undir orðróminn. En eins og frægt er kom Bieber í heimsókn hingað til lands í sumar og tók upp myndband hér á landi. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55 Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54 Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Miklar líkur eru á því að stórstjarnan Justin Bieber muni dvelja nokkuð lengi hér á landi, í kringum fyrirhugaða tónleika hans 9. september á næsta ári. Þegar dagsetningar á tónleikaferðalagi hans eru skoðaðar kemur í ljós að langur tími líður frá tónleikum hans í Kórnum og þeirra næstu á eftir, sem verða í Berlín. Eftir þá tónleika tekur við tæplega tveggja mánaða keyrsla á milli evrópskra borga, þar sem sjaldan líða meira en tveir dagar á milli tónleika. Bieber er þekktur fyrir að æfa af krafti fyrir tónleika sína. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Kórinn verið leigður út í lengri tíma en þegar Justin Timberlake heimsótti Ísland í fyrra.Sölupunktur Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hluti af sölupunkti íslenskra tónleikahaldara, að tónlistarmenn geti staldrað lengur hér á landi en annarsstaðar og fengi góða aðstöðu til æfinga. Þetta var meðal annars fyrirkomulagið þegar bandaríska stórsveitin Eagles kom hingað til landsins 2011. Þá gátu meðlimir sveitarinnar æft í Laugardalshöllinni í nokkra daga, þar sem tónleikarnir fóru svo fram. Þetta er eftirsóknarvert fyrir tónlistarmenn; að fá að æfa í höllum og leikvöngum, þar sem búið er að setja allar þær græjur upp sem nota á við tónleikahaldið. Erlendis getur reynst erfitt að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag, sökum þess hve mikil ásókn er í tónleikahallir stórborganna.Æfir vel Bieber er þekktur fyrir að leggja mikið upp úr því að æfa vel fyrir tónleika sína. Tónleikaferðalagið á næsta ári, sem hann kallar Purpose World Tour, hefst í Bandaríkjunum í mars og mun Bieber ferðast um landið þvert og endilangt þar til í júlí. Þá tekur hann sér gott frí og byrjar svo aftur í Kópavogi í september.Sjá einnig: Svona eru verðin og verðsvæðin Þetta verður fyrsta tónleikaferðalag Bieber síðan 2013, en þá var hann á hinum svokallaða Believe-túr. Hann hófst í Glendale í Bandaríkjunum og æfði Bieber stíft í höllinni þar í borg fyrir tónleikana. Hann tók þrjú rennsli á tónleikunum, með öllu tilheyrandi, síðustu tvo sólarhringana áður en hann steig á svið fyrir framan áhorfendur. Eins og frægt er orðið kastaði stjarnan upp á þeim tónleikum, en kláraði þá af krafti. Sumir röktu magakveisuna til álags og því er líklegt að stjarnan taki sér meiri tíma í rennslin fyrir þetta tónleikaferðalag.Kórinn bókaðurEkki hefur tekist að staðfesta það fyllilega að Bieber ætli að dvelja hér á landi í góðan tíma fyrir og eftir tónleikana, en þó hefur heyrst sterkur orðrómur þess efnis. Talið er að Bieber muni nýta sér aðstöðuna í Kórnum og æfa vel áður en haldið verður til meginlands Evrópu. Bókanir á Kórnum renna stoðum undir það, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir lengri leigutíma á húsnæðinu en þegar Justin Timberlake kom hingað til lands. Dagsetningar á tónleikum Bieber í Evrópu og annáluð aðdáun hans á landinu rennir stoðum undir orðróminn. En eins og frægt er kom Bieber í heimsókn hingað til lands í sumar og tók upp myndband hér á landi.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02 Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55 Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54 Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Bieber staðfestir komu sína í Kórinn Kanadíska poppgoðið blæs á efasemdaraddir um að hann sé ekki raunverulega að koma til landsins eins og íslenskir aðdáendur hafa látið í veðri vaka. 14. desember 2015 11:02
Justin Bieber með tónleika á Íslandi Sena hefur tilkynnt um að Purpose Evrópu-tónleikatúrinn hjá Justin Bieber hefst þann 9. september í Kórnum í Kópavogi. 10. desember 2015 10:55
Svona fer miðasalan á Justin Bieber fram Forsala aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram á Tix.is klukkan fjögur á fimmtudaginn en rafræn biðröð hefst frá því klukkan 15. 15. desember 2015 13:54
Seldist upp á Justin á korteri Justin Bieber fetar í fótspor nafna síns Justin Timberlake. 10. desember 2015 11:19