Konfekt og kristin trú Ívar Halldórsson skrifar 14. desember 2015 15:21 „Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi.“ Það er svo sem ekkert skrýtið að fjöldi trúleysingja og annara sé í nöp við kristna trú og fylgjendur hennar. Því miður hefur okkur kristna fólkinu brugðist bogalistinn í að ganga í fótspor fyrirmyndar okkar. Kristnir hafa oft gert þau slæmu mistök að setja sig á háan hest, eins og farisearnir voru frægir fyrir forðum daga, látið eins og þeir séu meira virði en þeir sem ekki hafa tekið trú. Kristnir prédika biblíulegan boðskap og láta svo oft eins og að þeir séu undanþegnir þeim fyrirmælum sem Kristur gaf fylgjendum sínum. Ég á sjálfur yndislega vini sem eru trúleysingjar. Þeir skilja ekki af hverju ég trúi því sem ég trúi, og öfugt - en skiptar skoðanir okkar koma ekki niður á vináttu okkar og virðingu fyrir hvorum öðrum. Kristnir eru pínulítið eins og konfektsölumenn. Þeir hafa ákveðið að helga líf sitt því að markaðssetja konfektið sem hefur gefið lífi þeirra gildi. Eins og í öðrum fyrirtækjum skiptir miklu máli að virðing sé borin fyrir þeim sem kynna sér vörur fyrirtækisins. En því miður eins og annars staðar eru margir kristnir konfektssölumenn að standa sig illa í mannlegum samskiptum á kostnað ljúffengra konfektmola. Sumir konfektsölumenn gera lítið úr þeim sem borða konfekt frá öðrum framleiðendum; gera jafnvel grín að konfektsmekk þeirra og leggja sig stundum svo lágt að ráðast gegn persónu þeirra sem vilja ekki þiggja konfektið þeirra. Þótt konfektið sé gott getur það verið beiskt í munni þeirra sem hafa fengið að kenna á slakri þjónustulund þeirra sem eiga að bera hag vörunnar fyrir brjósti. Þessir kristnu konfektsölumenn hafa ekki lagt sig fram um að láta gæði vörunnar endurspeglast í framkomu sinni við aðra. Konfektsölumenn þurfa nefnilega að bera virðingu fyrir uppskriftinni einu og sönnu, sem og starfsmannahandbókinni, ef konfektið á að fá góðar viðtökur hjá almenningi. Eins og staðan er í dag eru því miður of margir sem kenna sig við kristilegt konfekt að koma, með arfaslakri framkomu sinni, óorði á góða vöru - vöru sem á að færa gleði og hamingju. Konfektsölumenn eiga jú auðvitað að koma vel fram við alla – einnig þá sem þola ekki kristilega bragðið og neita að kaupa konfektið. Orðspor gæðavöru þarf ævinlega að vera gott meðal almennings ef viljinn er sá að fólk hugsi hlýtt til vörunnar. Það er breyskleiki hins mannlega þáttar sem því miður skyggir oft á gott konfekt og leitast eftir að upphefja eigin persónu með vörunni - á kostnað vörunnar sjálfrar. Einkar ófagmannlegt og mjög slæmt fyrir markaðshliðina á kynningu konfektsins. Auðvitað leggja sumir gagnrýnendur konfektsins til að uppskrift kristilegra konfektmola verði breytt og mótuð að smekk þeirra; þeir vilja kannski ljósara súkkulaði, minna af sykri, bæta við möndlum eða krókant, o.s.frv. Þó er gömul regla og góð að málamiðla ekki með sígilda vöru sem hefur þegar farið sigurför um heiminn. Að breyta aldagamalli uppskrift er ekki skynsamlegt, hvort sem um hina kristilegu konfektmola er að ræða, eða sígilda uppskrift Anton Berg konfektmolanna. Kristilegt konfekt er kærleiksríkt, góðviljað, öfundar ekki og umber allt. Trúleysingjar og fólk sem umber aðra trú en kristna trú eiga að sjá gæði kristinnar trúar endurspeglast í framkomu og samskiptum þeirra sem hafa helgað sig kristilegu lífi. Ég er sjálfur langt frá því að vera fullkominn og viðurkenni það fúslega - er engu betri maður en aðrar persónur í okkar frábæra samfélagi. Ég vil læra af mistökum mínum og koma þannig í veg fyrir að endurtaka eitthvað sem kann að hafa móðgað aðra. Ég vil lifa í sátt við menn og konur óháð trúarskoðunum, hefðum, hneigðum og konfektsmekk þeirra. Fyrir hönd þeirra sem hefur brugðist bogalistinn í að vera heiðarlegir, kærleiksríkir og umburðarlyndir erindrekar Krists, vil ég biðja þá sem hafa fengið slæma þjónustu hjá kristnum konfektsölumönnum, afsökunar. Þá vil ég skora á þá sem kenna sig við kristna trú að fara eftir uppskriftabókinni sinni - ekki breyta klassískri uppskriftinni en leggið ykkur fram um að bæta þjónustuna við nágrannann. Gleðileg konfektjól!
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun