Ráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna langveiku drengjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:39 Ólöf Nordal. vísir/anton brink Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Sjá meira
Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13