Meistararnir í lykilstöðu eftir auðveldan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2015 09:27 Gronkowski í kunnulegri stellingu. Vísir/Getty Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27 NFL Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Það var að venju mikið um að vera í NFL-deildinni í gær en eftir lokaleik umferðarinnar í kvöld eru aðeins þrjár umferðir eftir af deildakeppninni. Meistararnir í New England Patriots komust aftur á beinu brautina í nótt eftir auðveldan sigur á Houston Texans, 27-6, og tryggðu sér þar með öruggt sæti í úrslitakeppninni fyrst allra liða í Ameríkudeildinni. Sóknarlið Patriots hefur misst gríðarlega marga leikmenn í meiðsli á tímabilinu en stuðningsmenn önduðu léttar þegar liðið endurheimti innherjann Rob Gronkowski. Hann er eitt hættulegasta vopn sem leikstjórnandinn Tom Brady getur leitað til og gerbreytir öllum sóknarleik Patriots. Gronkowski skoraði snertimark í nótt eftir sendingu frá Brady og Patriots komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum á undan. Liðið hafði unnið fyrstu tíu leiki sína á tímabilinu og eru nú með bestan árangur allra liða í Ameríkudeildinni með ellefu sigra í þrettán leikjum.Andy Dalton meiddist.Vísir/GettyDalton puttabrotinn Tveir helstu keppinautar Patriots í Ameríkudeildinni töpuðu bæði sínum leikjum. Cincinnati Bengals tapaði fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers, 33-20, en það sem verra er að þá þumalputtabrotnaði leikstjórnandinn Andy Dalton og missir hann af að minnsta kosti einum leik hjá Bengals. Það eru þó góðar líkur á að Cincinnati komist í úrslitakeppnina en þess er ekki að vænta að liðið vinni marga leiki þar án Dalton. Denver Broncos, sem hefur unnið tíu af þrettán leikjum sínum rétt eins og Cincinnati, tapaði á heimavelli í nótt fyrir Oakland Raiders, 15-12, og er nú tveimur sigrum á undan Kansas City Chiefs, sem vann San Diego Chargers, 10-3. Broncos er enn án leikstjórnandans Peyton Manning sem er að glíma við meiðsli í ökkla en er, rétt eins og Bengals, með það góðan árangur að stórslys þurfi til að liðið fari ekki í úrslitakeppnina.Cam Newton og félagar fögnuðu þrettánda sigrinum með því að stilla upp í selfie á hliðarlínunni.Vísir/GettyÓtrúlegir yfirburðir Carolina Í Þjóðardeildinni trónir Carolina Panthers enn á toppnum enda enn ósigrað eftir þrettán leiki. Carolina rústaði Atlanta Falcons í gær, 38-0. Liðið er öruggt með sigur í suðurriðli deildarinnar og það er þegar ljóst að liðið mun sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Green Bay Packers vann mikilvægan sigur Dallas, 28-7, og á nú einn sigur í forskot á Minnesota Vikings í norðurriðlinum. Seattle Seahawks er á ótrúlegri siglingu með leikstjórnandann Russel Wilson sjóðheitan en hann kastaði fyrir fimm snertimörkum í gær í öruggum 35-6 sigri liðsins á Baltimore Ravens. Þetta var fjórði sigur Seattle í röð sem á þó afar litlan möguleika á að vinna sinn riðil, vesturriðilinn, þar sem Arizona Cardinals er þar á toppnum með ellefu sigra. Seattle, sem er með átta sigra, er þó í góðri stöðu með að komast áfram sem svokallað Wild Card lið.Staðan í NFL-deildinniÚrslit helgarinnar: Baltimore - Seattle 6-35 Carolina - Atlanta 38-0 Chicago - Washington 21-24 Cincinnati - Pittsburgh 20-33 Cleveland - San Francisco 24-10 Jacksonville - Indianapolis 51-16 Kansas City - San Diego 10-3 New York Jets - Tennesse 30-8 Philadelphia - Buffalo 23-20 St. Louis - Detroit 21-14 Tampa Bay - New Orleans 17-24 Denver - Oakland 12-15 Green Bay - Dallas 28-7 Houston - New England 6-27
NFL Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira