Snýr aftur í Eurovision Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. desember 2015 09:00 Pálmi Gunnarsson hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Söngvakeppninni en flytur nú lagið Ég leiði þig heim eftir Þóri Úlfarsson. Fréttablaðið/GVA Nú liggur fyrir hvaða lög keppa til úrslita í Söngvakeppninni 2016 en alls bárust 260 lög í keppnina. Sérstök valnefnd hefur nú valið tólf lög sem munu keppast um að verða framlag Íslendinga í Eurovisionkeppninni sem haldin verður í Stokkhólmi í maí 2016. Að öðrum ólöstuðum vekur þátttaka tónlistarmannsins Pálma Gunnarssonar eflaust mesta athygli en hann opnaði einmitt Eurovision-reikning Íslendinga árið 1986, þegar hann og ICY-hópurinn héldu utan með lag Magnúsar Eiríkssonar, Gleðibankann. Söngvakeppnin verður nú með einstaklega glæsilegu sniði af því tilefni að nú eru einmitt þrjátíu ár síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovisonkeppninni árið 1986, þegar Pálmi og félagar fluttu Gleðibankann. „Undankvöldin verða að mestu leyti svipuð og í fyrra en þau voru orðin mun stærri í fyrra heldur en undanfarin ár, það var frábær stemning í fyrra, sem skilaði sér alla leið heim í stofu til áhorfenda. Við ætlum þó að taka þetta skrefinu lengra og gera þetta enn veglegra á úrslitakvöldinu sem fer fram í Laugardalshöllinni 20. febrúar. Þar fögnum við afmælinu með með pompi og prakt, þar koma fram fyrrum keppendur og einnig erlendir keppendur sem ég get því miður ekki greint frá að svo stöddu, við hlökkum allavega mikið til,“ segir Hera Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar.Karl Olgeirsson á tvö lög í keppninni. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur annað þeirra. Fréttablaðið/StefánEins og fyrr segir bárust 260 lög í keppnina en var ekki erfitt að velja lögin? „Við eigum svo mikið af sterkum lagahöfundum og það er alltaf kúnst að velja á milli og velja réttu lögin. Þetta var frekar erfitt val, skilst mér af valnefndinni.” Þá vekur það einnig athygli að Greta Salome Stefánsdóttir og Karl Olgeirsson hafa greinilega hitt í mark hjá valnefndinni því þau eiga sín tvö lögin hvort sem munu keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, sem er ekki algengt. Þess má geta að höfundar mega einungis senda inn tvö lög hverju sinni. Af þeim flytjendum sem munu etja kappi í Söngvakeppninni hafa þrír keppendur farið fyrir Íslands hönd. Auk Pálma hefur Greta Salome farið fyrir Íslands hönd árið 2012 með lagið Never Forget og þá hefur Erna Hrönn Ólafsdóttir einnig farið út sem bakrödd. Fyrri undankeppnin fer fram í Háskólabíói laugardaginn 6. febrúar nk., seinni undankeppnin verður þar viku síðar. Greta Salóme Stefánsdóttir á tvö lög í keppninni. Fréttablaðið/ValliLögin sem verða í Söngvakeppninni 2016 Kreisí Lag Karl Olgeirsson. Texti Karl Olgeirsson og Sigríður E. Friðriksdóttir. Flytjandi Sigríður E. Friðriksdóttir. Kannski á morgun Lag og texti Karl Olgeirsson. Flytjandi Helgi Valur Ásgeirsson. Ótöluð orð Lag og texti Erna Mist Pétursdóttir og Magnús Thorlacius. Flytjendur Erna Mist Pétursdóttir og Magnús Thorlacius. Hugur minn er Lag og texti Þórunn E.Clausen. Flutningur Erna H. Ólafsdóttir og Hjörtur Traustason. Spring yfir heiminn Lag Júlí Heiðar Halldórsson. Texti Júlí H. Halldórsson og Guðmundur S. Sigurðarson. Flytjendur Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson. Augnablik Lag Alma Guðmundsdóttir og James Wong. Texti Alma Guðmundsdóttir, James Wong og Alda D. Arnardóttir. Flytjandi Alda Dís Arnardóttir. Óstöðvandi Lag Kristinn S. Sturluson, Ylfa Persson og Linda Persson. Texti Alma R. Kristjánsdóttir, Ylfa Persson og Linda Persson. Flytjandi Karlotta Sigurðardóttir. Fátækur námsmaður Lag og texti Ingólfur Þórarinsson. Flytjandi Ingólfur Þórarinsson. Á ný Lag og texti Greta Salome Stefánsdóttir. Flytjandi Elísabet Ormslev. Raddirnar Lag og texti Greta Salome Stefánsdóttir. Flytjandi Greta Salome Stefánsdóttir. Ég sé þig Lag og texti Sigríður Eir Zophoniasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Flytjendur: Sigríður Eir Zophoniasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Ég leiði þig heim Lag og texti Þórir Úlfarsson. Flytjandi Pálmi Gunnarsson.Ætli Pálmi Gunnarsson rífi fram Gleðibanka-jakkann í Söngvakeppninni 2016? Eurovision Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Nú liggur fyrir hvaða lög keppa til úrslita í Söngvakeppninni 2016 en alls bárust 260 lög í keppnina. Sérstök valnefnd hefur nú valið tólf lög sem munu keppast um að verða framlag Íslendinga í Eurovisionkeppninni sem haldin verður í Stokkhólmi í maí 2016. Að öðrum ólöstuðum vekur þátttaka tónlistarmannsins Pálma Gunnarssonar eflaust mesta athygli en hann opnaði einmitt Eurovision-reikning Íslendinga árið 1986, þegar hann og ICY-hópurinn héldu utan með lag Magnúsar Eiríkssonar, Gleðibankann. Söngvakeppnin verður nú með einstaklega glæsilegu sniði af því tilefni að nú eru einmitt þrjátíu ár síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovisonkeppninni árið 1986, þegar Pálmi og félagar fluttu Gleðibankann. „Undankvöldin verða að mestu leyti svipuð og í fyrra en þau voru orðin mun stærri í fyrra heldur en undanfarin ár, það var frábær stemning í fyrra, sem skilaði sér alla leið heim í stofu til áhorfenda. Við ætlum þó að taka þetta skrefinu lengra og gera þetta enn veglegra á úrslitakvöldinu sem fer fram í Laugardalshöllinni 20. febrúar. Þar fögnum við afmælinu með með pompi og prakt, þar koma fram fyrrum keppendur og einnig erlendir keppendur sem ég get því miður ekki greint frá að svo stöddu, við hlökkum allavega mikið til,“ segir Hera Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar.Karl Olgeirsson á tvö lög í keppninni. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir syngur annað þeirra. Fréttablaðið/StefánEins og fyrr segir bárust 260 lög í keppnina en var ekki erfitt að velja lögin? „Við eigum svo mikið af sterkum lagahöfundum og það er alltaf kúnst að velja á milli og velja réttu lögin. Þetta var frekar erfitt val, skilst mér af valnefndinni.” Þá vekur það einnig athygli að Greta Salome Stefánsdóttir og Karl Olgeirsson hafa greinilega hitt í mark hjá valnefndinni því þau eiga sín tvö lögin hvort sem munu keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, sem er ekki algengt. Þess má geta að höfundar mega einungis senda inn tvö lög hverju sinni. Af þeim flytjendum sem munu etja kappi í Söngvakeppninni hafa þrír keppendur farið fyrir Íslands hönd. Auk Pálma hefur Greta Salome farið fyrir Íslands hönd árið 2012 með lagið Never Forget og þá hefur Erna Hrönn Ólafsdóttir einnig farið út sem bakrödd. Fyrri undankeppnin fer fram í Háskólabíói laugardaginn 6. febrúar nk., seinni undankeppnin verður þar viku síðar. Greta Salóme Stefánsdóttir á tvö lög í keppninni. Fréttablaðið/ValliLögin sem verða í Söngvakeppninni 2016 Kreisí Lag Karl Olgeirsson. Texti Karl Olgeirsson og Sigríður E. Friðriksdóttir. Flytjandi Sigríður E. Friðriksdóttir. Kannski á morgun Lag og texti Karl Olgeirsson. Flytjandi Helgi Valur Ásgeirsson. Ótöluð orð Lag og texti Erna Mist Pétursdóttir og Magnús Thorlacius. Flytjendur Erna Mist Pétursdóttir og Magnús Thorlacius. Hugur minn er Lag og texti Þórunn E.Clausen. Flutningur Erna H. Ólafsdóttir og Hjörtur Traustason. Spring yfir heiminn Lag Júlí Heiðar Halldórsson. Texti Júlí H. Halldórsson og Guðmundur S. Sigurðarson. Flytjendur Þórdís Birna Borgarsdóttir og Guðmundur Snorri Sigurðarson. Augnablik Lag Alma Guðmundsdóttir og James Wong. Texti Alma Guðmundsdóttir, James Wong og Alda D. Arnardóttir. Flytjandi Alda Dís Arnardóttir. Óstöðvandi Lag Kristinn S. Sturluson, Ylfa Persson og Linda Persson. Texti Alma R. Kristjánsdóttir, Ylfa Persson og Linda Persson. Flytjandi Karlotta Sigurðardóttir. Fátækur námsmaður Lag og texti Ingólfur Þórarinsson. Flytjandi Ingólfur Þórarinsson. Á ný Lag og texti Greta Salome Stefánsdóttir. Flytjandi Elísabet Ormslev. Raddirnar Lag og texti Greta Salome Stefánsdóttir. Flytjandi Greta Salome Stefánsdóttir. Ég sé þig Lag og texti Sigríður Eir Zophoniasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Flytjendur: Sigríður Eir Zophoniasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Ég leiði þig heim Lag og texti Þórir Úlfarsson. Flytjandi Pálmi Gunnarsson.Ætli Pálmi Gunnarsson rífi fram Gleðibanka-jakkann í Söngvakeppninni 2016?
Eurovision Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira